Körfubolti

Jamison: Kobe er einstakur leikmaður

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Antawn Jamison og Kobe Bryant í leik með Lakers
Antawn Jamison og Kobe Bryant í leik með Lakers Mynd/Gettyimages
Mikið hefur verið rætt um Kobe Bryant í sumar eftir að hann sleit hásin í vor. Kobe er orðinn 34 ára og margir hafa efast um hversu sterkur hann verður þegar hann snýr aftur á völlinn.

Antawn Jamison er hinsvegar klár á því að hann komi jafnvel sterkari aftur. Antawn sem hefur leikið með leikmönnum eins og Shaq og LeBron á ferli sínum segir Kobe einstakann.

„Ég myndi aldrei afskrifa Kobe þegar kemur að neinu. Ég hef spilað með frábærum leikmönnum en ég hef aldrei spilað með leikmanni sem er með jafn einbeittan sigurvilja. Ef Kobe segist ætla að ná í einn meistarahring í viðbót mun hann gera hvað sem er til að ná honum,"

Yfirleitt þegar menn slíta hásin er talað um 6-9 mánuði áður en menn komast á fullt aftur. Kobe gæti þó verið klár fyrir fyrsta leik tímabilsins þegar Lakers mæta Los Angeles Clippers.

„Fólk heldur að hann muni ekki vinna sjötta hringinn sinn í ár þegar Lakers eru að vinna í sínum málum og hann að koma úr meiðslum. Ég myndi hinsvegar ekki útiloka neitt, hann mun gera hvað sem er til að ná sínum markmiðum," sagði Jamison.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×