Körfubolti

Gælunöfn á NBA-treyjurnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
LeBron James ásamt konu sinni í Colosseum í Rómarborg um helgina. Turtildúfurnar voru í brúðkaupsferð.
LeBron James ásamt konu sinni í Colosseum í Rómarborg um helgina. Turtildúfurnar voru í brúðkaupsferð. Nordicphotos/Getty
Forsvarsmenn NBA-deildarinnar hafa í hyggju að láta leikmenn Miami Heat og Brooklyn Nets bera gælunöfn á treyjum sínum á næstu leiktíð.

AP fréttastofan greinir frá því að leikmenn liðanna hafi verið beðnir um að greina frá því hvaða nöfn þeir vilji bera á treyjunni. Til þessa hafa leikmenn einfaldlega borið eftirnöfn sín ásamt númeri.

Ekki liggur fyrir í hve mörgum leikjum treyjurnar verða notaðar. Er talið að þær verði notaðar í einhverjum viðureigna Miami og Brooklyn í vetur.

Ray Allen segist hafa ákveðið að bera nafnið „Shuttlesworth“ á treyju sinni. Um er að ræða vísun í karakterinn sem Allen lék í kvikmyndinni He Got Game. Þá hefur LeBron James í hyggju að hafa „King James“ á treyju sinni.

Skiptar skoðanir eru á uppátæki forsvarsmanna NBA-deildarinnar. Finnst sumum um lélega markaðsherferð að ræða á meðan aðrir hafa gaman af uppátækinu og telja það höfða til yngri kynslóðarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×