Tónlist

Arcade Fire í Saturday Night Live

Kanadíska hljómsveitin Arcade Fire kom fram í bandaríska grínþættinum Saturday Night Live á laugardagskvöld. Þetta var fyrsti þáttur vetrarins.

Í þættinum spiluðu Win Butler og félagar  lagið Afterlife og tóku einnig þátt í ýmsum grínatriðum.

Að því loknu tók við hálftíma dagskrárliður sem Roman Coppola leikstýrði og var tekinn upp í Montreal. Þar var sviðsljósinu  beint að Arcade Fire og spilaði hljómsveitin nokkur ný lög. Óvæntir gestir voru Bono, Michael Cera, Ben Stiller og James Franco.

Fjórða plata Arcade Fire, Reflektor, sem kemur út 28. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×