Tónlist

Líf og fjör á Airwaves í gær

Tónleikaþyrstir gestir lögðu leið sína í Hörpu í gær þegar tónlistarhátíðin Airwaves var formlega sett.

Eins og sjá má var margt um manninn og gleðin við völd.

Arnþór Birkisson ljósmyndari lagði leið sína í Hörpu og myndaði nokkra hressa tónleikagesti sem flökkuðu milli sala og skemmtu sér konunglega.

Uppselt er á hátíðina í ár.
Fjöldi erlendra tónlistaáhugamanna eru staddir hér á landi til að fylgjast með öllu því besta í íslenskri tónlist.
Von er á yfir 4.000 erlendum gestum á þennan stærsta alþjóðlega tónlistarviðburð ársins hér á landi
Alls munu 217 listamenn koma fram á hátíðinni, þar af 61 erlend sveit.
Iceland Airwaves er haldin í fimmtánda sinn dagana 30. október til 3. nóvember.
Meðal þeirra sem koma fram eru hljómsveitirnar Kraftwerk, Omar Souleyman, Yo La Tengo, Emilíana Torrini, múm, Ásgeir og Sóley.
Samkvæmt forsvarsmönnum hátíðarinnar eru miðakaupendur allt frá Moldavíu til Japan -- frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Færeyja.
Velta erlendra gesta frá hátíðinni í fyrra, ef ferðakostnaður er meðtalinn, var tæplega 1,1 milljarður króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×