Fótbolti

Bæjarar lentu undir en unnu og jöfnuðu metið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Franck Ribéry og Thomas Müller fagna sigurmarkinu.
Franck Ribéry og Thomas Müller fagna sigurmarkinu. Mynd/NordicPhotos/Getty
Bayern München jafnaði í dag tæplega 31 árs gamalt met Hamburger SV í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið vann 2-1 endurkomusigur á útivelli á móti 1899 Hoffenheim.

Þetta var 36. deildarleikur Bayern München í röð án þess að tapa en liðið er með eins stigs forskot á Borussia Dortmund á toppi deildarinnar. Bayern hefur náð í 29 af 33 mögulegum stigum í fyrstu ellefu deildarleikjum sínum undir stjórn Pep Guardiola.

Niklas Süle kom Hoffenheim yfir á 34. mínútu leiksins en Króatinn Mario Mandžukić jafnaði fimm mínútum síðar eftir sendingu Franck Ribéry. Mandžukić er nú tveimur mörkum á eftir Robert Lewandowski sem er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Franck Ribéry lagði síðan upp sigurmark Thomas Müller fimmtán mínútum fyrir leikslok. Ribéry var að leggja upp mark í fjórða deildarleiknum í röð.

Úrslitin í þýsku úrvalsdeildinni í dag:

1899 Hoffenheim - Bayern München 1-2

Eintracht Braunschweig - Bayer 04 Leverkusen 1-0

Hamburg - Borussia Mönchengladbach 0-2

Hertha Berlin - Schalke 04 0-2

Nürnberg - Freiburg 0-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×