Tónlist

Iceland Airwaves: Unnsteinn orðinn eins kúl og Eiður Smári

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Unnsteinn í Retro Stefson segist vera eins kúl og Eiður Smári. Andrea Jónsdóttir missti af Hjaltalín vegna vatnsleka og Jakob Frímann er jafnvel búinn að finna arftaka sinn.

„Maður er ekki eins stressaður núna og fyrri ár. Ég er meira orðinn eins og Eiður Smári í landsliðinu. Ég get nú varla borið mig saman við hann en Eiður er búinn að vera svo kúl - ég er orðinn það kúl en kannski eins góður og hann,“ segir Unnsteinn Manúel Stefánsson, söngvari Retro Stefson.

Unnsteinn var ásamt fjölda annarra staddur í Hörpu í gær á öðru kvöldi Iceland Airwaves. Vísir var auðvitað á staðnum og tók púlsinn á tónleikagestum. Meðal þeirra sem litu við voru Dagur B. Eggertsson, Hallgrímur Helgason, Jakob Frímann Magnússon, Guðný Gígja og Bjartey úr Ylju, Sigtryggur Baldursson og Andrea Jónsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×