Fótbolti

Enn aukast meiðslavandræði Dortmund

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
mynd/nordic photos/getty
Tveir leikmenn bættust á langan meiðslalista þýska úrvalsdeildarliðsins Borussia Dortmund í gær þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Bayer 04 Leverkusen.

Sven Bender og Nuri Sahin meiddust í leiknum og bætast í hóp Mats Hummels, Neven Subotic, Ilkay Gundogan og Marcel Schmelzer sem allir eru meiddir og gætu sexmenningarnir allir misst af Meistaradeildarleiknum í Frakklandi á miðvikudaginn.

Dortmund sæti Marseille heim í Meistaradeildinni í vikunni og þarf að vinna til að tryggja sæti sitt í 16 liða úrslitum keppninnar nema Arsenal vinni Napolí á Ítalíu.

Jurgen Klopp er með hugann við leikinn á miðvikudaginn eins og sjá mátti þegar hann var spurður út í tapið í gær.

„Við töpuðum 1-0 en það er það síðasta sem við erum að hugsa um núna,“ sagði Klopp.

Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Bender og Sahin eru en talið er líklegra að Sahin nái leiknum en Bender.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×