Tónlist

Samstarf með Jay-Z sex árum eftir andlát

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Pimp C er talinn einn mikilvægasti rappari í sögu Suðurríkjarapps.
Pimp C er talinn einn mikilvægasti rappari í sögu Suðurríkjarapps.
Nýtt erindi með rapparanum Pimp C í endurhljóðblandaðari útgáfu lagsins Tom Ford, með Jay-Z, er komið út, sex árum eftir dauða hans. 

Pimp C lést þann 4. desember 2007. Hann var hluti hinnar goðsagnakenndu sveitar UGK, ásamt rapparnum Bun B. Sveitin naut gríðarlegra vinsælda og platn þeirra Underground Kingz náði efsta sæti Billboard 200 listans í ágúst 2007. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sveitin vinnur með Jay-Z, hún kom fram í laginu Big Pimpin, sem sló í gegn árið 2000. 

Pimp C fannst látinn á hótelherbergi. Talið er of stór skammtur af læknadópi hafi verið dánarorsökin.

Hér má heyra nýja lagið með Pimp C






Fleiri fréttir

Sjá meira


×