Gulur í höfuðið á Hemma Gunn 4. mars 2013 16:00 Hér er Sesselja Thorberg í tvíburaherbergi sem hún málaði Hemma Gunn gult fyrir Innlit/Útlit. Hönnuðurinn Sesselja Thorberg hefur búið til litakort fyrir Slippfélagið með fjórtán litum. Einn þeirra heitir Hemmi Gunn. Hann er gulur og sækir innblástur sinn í leikmynd spjallþáttarins Á tali hjá Hemma Gunn þar sem gulir og gráir tónar voru ríkjandi. "Svo er Hemmi svo mikið sólskin sjálfur,“ segir Sesselja. "Ég hringdi í Hemma til að tékka á því hvernig hann myndi taka í þetta og hann hló eins og honum er einum lagið og fannst þetta æðislegt.“ Aðspurður segist Hemmi vera mjög lukkulegur með þetta allt saman. "Einhvern tímann fékk ég Heiðar Jónsson snyrti í þáttinn til mín og þá sagði hann að ég ætti aldrei að vera í svörtu eða hvítu. Hann tók mig ekki beinlínis í litgreiningu en sagði að gult og gulbrúnt væru mínir litir. Mér er svo minnistætt þegar Heiðar sagði að ég væri vordúlla,“ segir Hemmi og skellihlær. "Það er í eina skiptið sem ég hef heyrt það orð um mig, ég hef fengið að heyra flest annað. En þetta var eitthvað sem Sesselja var að tala um, að það væri bjart yfir mér,“ segir hann og er ánægður með gula litinn. "Maður sér sólina á hverjum einasta degi. Þetta er í fullu samræmi við líðan mína.“ Spurður hvort hann fái ekki ársbirgðir af málningu með litnum segir hann: "Ég ætla rétt að vona að hún sjái til þess að mín íbúð verði máluð í gulu.“ Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hönnuðurinn Sesselja Thorberg hefur búið til litakort fyrir Slippfélagið með fjórtán litum. Einn þeirra heitir Hemmi Gunn. Hann er gulur og sækir innblástur sinn í leikmynd spjallþáttarins Á tali hjá Hemma Gunn þar sem gulir og gráir tónar voru ríkjandi. "Svo er Hemmi svo mikið sólskin sjálfur,“ segir Sesselja. "Ég hringdi í Hemma til að tékka á því hvernig hann myndi taka í þetta og hann hló eins og honum er einum lagið og fannst þetta æðislegt.“ Aðspurður segist Hemmi vera mjög lukkulegur með þetta allt saman. "Einhvern tímann fékk ég Heiðar Jónsson snyrti í þáttinn til mín og þá sagði hann að ég ætti aldrei að vera í svörtu eða hvítu. Hann tók mig ekki beinlínis í litgreiningu en sagði að gult og gulbrúnt væru mínir litir. Mér er svo minnistætt þegar Heiðar sagði að ég væri vordúlla,“ segir Hemmi og skellihlær. "Það er í eina skiptið sem ég hef heyrt það orð um mig, ég hef fengið að heyra flest annað. En þetta var eitthvað sem Sesselja var að tala um, að það væri bjart yfir mér,“ segir hann og er ánægður með gula litinn. "Maður sér sólina á hverjum einasta degi. Þetta er í fullu samræmi við líðan mína.“ Spurður hvort hann fái ekki ársbirgðir af málningu með litnum segir hann: "Ég ætla rétt að vona að hún sjái til þess að mín íbúð verði máluð í gulu.“
Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira