Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 11:31 Fyrirsæta nærir sig fyrir tískupallinn á sýningunni Misbrigði, tískusýningu LHÍ 2. nóvember 2024. Heiða Helgadóttir Það var mikil líf og fjör í LHÍ um helgina þar sem hátískan var í hávegum höfð. Annars árs fatahönnunarnemar stóðu fyrir tískusýningunni Misbrigði en sýningin var einstaklega vel sótt og færri komust að en vildu þar sem miðarnir ruku út eins og heitar lummur. Misbrigði, tískusýning annars árs nema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, var haldin í tíunda sinn á laugardaginn. Verkefnið er unnið í samstarfi við Fatasöfnun Rauða Krossins en á sýningunni sýndu fatahönnuðir framtíðarinnar hönnun sem unnin er úr flíkum sem að annars myndu ekki fá nýtt líf. View this post on Instagram A post shared by Fatahönnun LHÍ (@iua_fashion_design) Nemendurnir sem að sýndu verk sýn í ár voru: Alma Hildur Ágústsdóttir, Björk Bregendahl, Diane Francoiseau de Biran, Hafberg Sól, Hulda Kristín Hauksdóttir, Kristrún Rut Hassing Antonsdóttir, Ólafía Elísabet Einarsd. Eyfells, Rieke Reiniak, Rósa Sigmarsdóttir, Stella Michiko og Sverrir Ingi Ingibergsson. Hönnuðirnir hneigja sig.Heiða Helgadóttir Í fréttatilkynningu segir að sýningin hafi gengið virkilega vel og öll þau sem að sýningunni komu eigi hrós skilið. Fyrir þau sem að misstu af sýningunni og vilja ólm kynna sér verk fatahönnuða framtíðarinnar þá verða allar flíkurnar (outfittin) til sýnis í Grósku dagana 22.-24. nóvember. „Verkefnið Misbrigði er nú unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Markmið þess er að rannsakaða leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar og vekja um leið athygli á textílsóun. Það er óhætt að segja að framleiddur sé fatnaður langt um fram það sem við þurfum og að mengun af þeim sökum sé komin úr böndunum. Óhófleg neyslumenning og stuttur líftími textíls gerir tísku- og textíliðnaðinn mjög óumhverfisvænan. Þessu þurfum við að huga að, draga úr neyslu og nýta betur það sem við höfum. Þar getur skapandi endurnýting spilað veigamikið hlutverk í framtíðinni en það þarf ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Með aðferðafræði hönnunar má glæða gömul klæði og efni nýju lífi,“ segir sömuleiðis í tilkynningunni. Hér má sjá myndir af tískusýningunni: Förðunarfræðingar að farða fyrirsætur fyrir sýninguna.Heiða Helgadóttir Fötin eru frumleg og vistvæn.Heiða Helgadóttir Fyrirsæturnar ganga pallinn saman.Heiða Helgadóttir Fatahönnuðirnir vöktu mikla lukku!Heiða Helgadóttir Gleði að sýningu lokinni!Heiða Helgadóttir Fyrirsæturnar sýndu einstakar og mjög svo vistvænar flíkur.Heiða Helgadóttir Fyrirsætan Erna í einstöku fitti.Heiða Helgadóttir Einstök hönnun.Heiða Helgadóttir Ungir tískuunnendur!Heiða Helgadóttir Listræn gleði!Heiða Helgadóttir Flæðandi fatnaður!Heiða Helgadóttir Framúrstefnuleg dragt!Heiða Helgadóttir Glæsilegar!Heiða Helgadóttir Leður við leður.Heiða Helgadóttir Ungir fatahönnuðir framtíðarinnar.Heiða Helgadóttir Þessar voru í stuði.Heiða Helgadóttir Brúðarbragur yfir þessu!Heiða Helgadóttir Sítt pils við stuttan bol.Heiða Helgadóttir Nadía Áróra til hægri og aðrar fyrirsætur í fjöri.Heiða Helgadóttir Fyrirsætur á spjalli.Heiða Helgadóttir Fólk á fremsta bekk.Heiða Helgadóttir Tískuunnendur í góðum gír.Heiða Helgadóttir Verið að gera og græja.Heiða Helgadóttir Glæsilegar með hatta og perlur í gömlum anda.Heiða Helgadóttir Fatahönnuðir voru sáttir með sýninguna.Heiða Helgadóttir Nadía Áróra rokkaði pelsinn.Heiða Helgadóttir Einstök samsetning.Heiða Helgadóttir Tilbúnar fyrir tískupallinn.Heiða Helgadóttir Ævintýralegt yfirbragð.Heiða Helgadóttir Smáatriðin upp á tíu.Heiða Helgadóttir Vintage yfirbragð á ferð og flugi.Heiða Helgadóttir Brosmildir tískugestir.Heiða Helgadóttir Opin loðstígvél eru einstakt lúkk.Heiða Helgadóttir Svart leður og svartar fjaðrir.Heiða Helgadóttir Smart sett!Heiða Helgadóttir Þessar voru sáttar með vel heppnaða sýningu!Heiða Helgadóttir Tíska og hönnun Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Misbrigði, tískusýning annars árs nema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, var haldin í tíunda sinn á laugardaginn. Verkefnið er unnið í samstarfi við Fatasöfnun Rauða Krossins en á sýningunni sýndu fatahönnuðir framtíðarinnar hönnun sem unnin er úr flíkum sem að annars myndu ekki fá nýtt líf. View this post on Instagram A post shared by Fatahönnun LHÍ (@iua_fashion_design) Nemendurnir sem að sýndu verk sýn í ár voru: Alma Hildur Ágústsdóttir, Björk Bregendahl, Diane Francoiseau de Biran, Hafberg Sól, Hulda Kristín Hauksdóttir, Kristrún Rut Hassing Antonsdóttir, Ólafía Elísabet Einarsd. Eyfells, Rieke Reiniak, Rósa Sigmarsdóttir, Stella Michiko og Sverrir Ingi Ingibergsson. Hönnuðirnir hneigja sig.Heiða Helgadóttir Í fréttatilkynningu segir að sýningin hafi gengið virkilega vel og öll þau sem að sýningunni komu eigi hrós skilið. Fyrir þau sem að misstu af sýningunni og vilja ólm kynna sér verk fatahönnuða framtíðarinnar þá verða allar flíkurnar (outfittin) til sýnis í Grósku dagana 22.-24. nóvember. „Verkefnið Misbrigði er nú unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Markmið þess er að rannsakaða leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar og vekja um leið athygli á textílsóun. Það er óhætt að segja að framleiddur sé fatnaður langt um fram það sem við þurfum og að mengun af þeim sökum sé komin úr böndunum. Óhófleg neyslumenning og stuttur líftími textíls gerir tísku- og textíliðnaðinn mjög óumhverfisvænan. Þessu þurfum við að huga að, draga úr neyslu og nýta betur það sem við höfum. Þar getur skapandi endurnýting spilað veigamikið hlutverk í framtíðinni en það þarf ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Með aðferðafræði hönnunar má glæða gömul klæði og efni nýju lífi,“ segir sömuleiðis í tilkynningunni. Hér má sjá myndir af tískusýningunni: Förðunarfræðingar að farða fyrirsætur fyrir sýninguna.Heiða Helgadóttir Fötin eru frumleg og vistvæn.Heiða Helgadóttir Fyrirsæturnar ganga pallinn saman.Heiða Helgadóttir Fatahönnuðirnir vöktu mikla lukku!Heiða Helgadóttir Gleði að sýningu lokinni!Heiða Helgadóttir Fyrirsæturnar sýndu einstakar og mjög svo vistvænar flíkur.Heiða Helgadóttir Fyrirsætan Erna í einstöku fitti.Heiða Helgadóttir Einstök hönnun.Heiða Helgadóttir Ungir tískuunnendur!Heiða Helgadóttir Listræn gleði!Heiða Helgadóttir Flæðandi fatnaður!Heiða Helgadóttir Framúrstefnuleg dragt!Heiða Helgadóttir Glæsilegar!Heiða Helgadóttir Leður við leður.Heiða Helgadóttir Ungir fatahönnuðir framtíðarinnar.Heiða Helgadóttir Þessar voru í stuði.Heiða Helgadóttir Brúðarbragur yfir þessu!Heiða Helgadóttir Sítt pils við stuttan bol.Heiða Helgadóttir Nadía Áróra til hægri og aðrar fyrirsætur í fjöri.Heiða Helgadóttir Fyrirsætur á spjalli.Heiða Helgadóttir Fólk á fremsta bekk.Heiða Helgadóttir Tískuunnendur í góðum gír.Heiða Helgadóttir Verið að gera og græja.Heiða Helgadóttir Glæsilegar með hatta og perlur í gömlum anda.Heiða Helgadóttir Fatahönnuðir voru sáttir með sýninguna.Heiða Helgadóttir Nadía Áróra rokkaði pelsinn.Heiða Helgadóttir Einstök samsetning.Heiða Helgadóttir Tilbúnar fyrir tískupallinn.Heiða Helgadóttir Ævintýralegt yfirbragð.Heiða Helgadóttir Smáatriðin upp á tíu.Heiða Helgadóttir Vintage yfirbragð á ferð og flugi.Heiða Helgadóttir Brosmildir tískugestir.Heiða Helgadóttir Opin loðstígvél eru einstakt lúkk.Heiða Helgadóttir Svart leður og svartar fjaðrir.Heiða Helgadóttir Smart sett!Heiða Helgadóttir Þessar voru sáttar með vel heppnaða sýningu!Heiða Helgadóttir
Tíska og hönnun Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira