Tónlist

Gummi og Kippi spila

Guðmundur Pétursson og Kippi Kaninus spila annað kvöld.
Guðmundur Pétursson og Kippi Kaninus spila annað kvöld.
Gítarleikarinn Guðmundur Pétursson og Kippi Kaninus halda tónleika á Faktorý Bar annað kvöld.

GP! band Guðmundar hefur starfað frá útkomu plötunnar Elabórat árið 2011. Hljómsveitin leikur einnig efni af Ologies sem kom út 2008 en báðar plöturnar hafa vakið athygli fyrir nýstárlega blöndun ólíkra tónlistaráhrifa. Á tónleikum er ferðast milli þaulskipulags og spuna af ættum progs, síðrokks, blús og glam-djazz.

Kippi Kaninus hefur verið starfandi í tólf ár og fengist við tilraunaglaða raftónlist. Hann var einn á báti til ársins 2011 þegar trommarinn Magnús Trygvason Eliassen gekk til liðs við hann. Síðan þá hafa fleiri meðlimir bæst við, eða þeir Pétur Ben, Óttar Sæmundsen, Ingi Garðar Erlendsson og Sigtryggur Baldursson. Þeir hafa nýlokið upptökum á plötu sem kemur út á árinu.

Tónleikarnir annað kvöld hefjast kl. 23 og aðgangseyrir er 1.000 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×