Nýdönsk með árlega tónleika Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 18. apríl 2013 13:00 Hægt verður að sjá Nýdönsk á sviði árlega héðan í frá. „Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá. Stefnt er að því að hafa tónleikana í september ár hvert, sem Jón telur vera góðan mánuð þar sem það sé lognið á undan storminum sem fylgir jólaösinni með tilheyrandi útgáfu- og jólatónleikum. „Tónleikarnir verða ólíkir frá ári til árs. Við höfum gefið út reiðinnar býsn af efni í gegnum tíðina þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Hugsanlega fáum við svo gesti til að krydda þetta aðeins,“ segir Jón og bætir við að þeir gætu rétt eins komið úr hópi dýratemjara eins og tónlistarfólks. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fram á nótt eftir einu þekktasta lagi hljómsveitarinnar en vinsælustu lög sveitarinnar verða einmitt höfð í brennidepli. „Við tónlistarmennirnir höfum tilhneigingu til að lauma minna þekktum lögum inn á milli þeirra þekktustu því okkur þykir svo gaman að spila þau. Að þessu sinni ætlum við þó að beygja okkur í duftið og spila eingöngu okkar vinsælustu lög. Þegar nær dregur munum við bjóða upp á skoðanakönnun þar sem áhangendur geta pantað uppáhaldslög sín fyrir tónleikana.“ Forsala miða hefst 2. maí. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá. Stefnt er að því að hafa tónleikana í september ár hvert, sem Jón telur vera góðan mánuð þar sem það sé lognið á undan storminum sem fylgir jólaösinni með tilheyrandi útgáfu- og jólatónleikum. „Tónleikarnir verða ólíkir frá ári til árs. Við höfum gefið út reiðinnar býsn af efni í gegnum tíðina þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Hugsanlega fáum við svo gesti til að krydda þetta aðeins,“ segir Jón og bætir við að þeir gætu rétt eins komið úr hópi dýratemjara eins og tónlistarfólks. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fram á nótt eftir einu þekktasta lagi hljómsveitarinnar en vinsælustu lög sveitarinnar verða einmitt höfð í brennidepli. „Við tónlistarmennirnir höfum tilhneigingu til að lauma minna þekktum lögum inn á milli þeirra þekktustu því okkur þykir svo gaman að spila þau. Að þessu sinni ætlum við þó að beygja okkur í duftið og spila eingöngu okkar vinsælustu lög. Þegar nær dregur munum við bjóða upp á skoðanakönnun þar sem áhangendur geta pantað uppáhaldslög sín fyrir tónleikana.“ Forsala miða hefst 2. maí.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira