Jákvæð mismunun í Kauphöll Íslands Mikael Torfason skrifar 2. maí 2013 09:00 Fyrir fimm árum var aðeins einn af hverjum tíu stjórnarmönnum í fyrirtækjum skráðum í Kauphöll Íslands kona. Ein af hverjum tíu. Þrátt fyrir allt tal um jafnrétti, nýja tíð og framsýna hugsun komumst við ekki lengra. Fyrr en nú, þegar búið er að samþykkja lög um kynjahlutföll sem taka gildi í haust. Skráð fyrirtæki hafa strax tekið við sér og samkvæmt úttekt Markaðarins, sem fylgir Fréttablaðinu í dag, er staðan gjörbreytt. Ef við teljum Tryggingamiðstöðina með, en hún verður skráð í Kauphöllina á næstu dögum, eru stjórnir skráðra fyrirtækja með næstum jöfn kynjahlutföll. Þannig eru 24 konur í stjórnum þessara félaga á móti 28 körlum. Þetta er gríðarstórt stökk á aðeins fimm árum. Þessi breyting gerðist ekki af sjálfu sér. Það þurfti að setja lög til að rétta hlut kvenna. Lögin eru umdeild og í mörgum löndum hafa dómstólar dæmt svona lög sem ólög. Jákvæð mismunun þykir jafn mikil mismunun og hvað annað þótt tilgangurinn sé góður. Hins vegar segir það margt um okkur sem samfélag að okkur hafi ekki tekist að breyta hugarfari okkar og gjörðum án lagasetningar. Við erum einfaldlega ekki komin lengra en þetta. Því miður. Til dæmis er aðeins ein kona forstjóri í skráðu fyrirtæki á Íslandi. Hún heitir Sigrún Ragna Ólafsdóttir og er forstjóri VÍS, en fyrirtækið var nýlega skráð á markað. Þá hafði engin kona stýrt skráðu félagi á Íslandi í fimmtán ár, sem ætti að vekja okkur flest til umhugsunar. Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, eða íslensku Kauphallarinnar, segist hafa haft efasemdir í fyrstu um hvort rétt væri að binda í lög hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja. Í dag efast hann ekki og lítur á nýju lögin sem „tæki til að breyta hugarfari“. Hann segir enn fremur að þegar hugarfarinu hafi verið breytt séu lögin óþörf því að „þá verði þetta bara faglegt og niðurstaða faglegrar skipunar stjórna verði sú að kynjajafnvægi verði nokkurn veginn“. Fyrir mörgum er krafan um jöfn kynjahlutföll réttlætiskrafa. Það er óþolandi hversu illa okkur hefur gengið að jafna hlut kvenna í samfélaginu. Margt hefur auðvitað áunnist en oft hefur lítið gerst sjálfkrafa. Inngrip með lagasetningu eru óþægileg en geta auðvitað verið nauðsynleg. Forstjóri Kauphallarinnar segir að jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja hjálpi þeim því þannig fáist fjölbreyttari viðhorf inn í stjórnirnar. Það hefur lengi legið við að íslenskt samfélag sé kynskipt. Þannig höfðu erlendir blaðamenn sem komu hingað í kjölfar bankahrunsins orð á því að hér á landi byggju tvær þjóðir, konur og karlar. Karlkyns viðmælendur þeirra bentu á aðra karlkyns viðmælendur og öfugt. Nú eru hins vegar komin lög sem skipa okkur, konum og körlum, að tala saman. Allavega í stjórnum fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Fyrir fimm árum var aðeins einn af hverjum tíu stjórnarmönnum í fyrirtækjum skráðum í Kauphöll Íslands kona. Ein af hverjum tíu. Þrátt fyrir allt tal um jafnrétti, nýja tíð og framsýna hugsun komumst við ekki lengra. Fyrr en nú, þegar búið er að samþykkja lög um kynjahlutföll sem taka gildi í haust. Skráð fyrirtæki hafa strax tekið við sér og samkvæmt úttekt Markaðarins, sem fylgir Fréttablaðinu í dag, er staðan gjörbreytt. Ef við teljum Tryggingamiðstöðina með, en hún verður skráð í Kauphöllina á næstu dögum, eru stjórnir skráðra fyrirtækja með næstum jöfn kynjahlutföll. Þannig eru 24 konur í stjórnum þessara félaga á móti 28 körlum. Þetta er gríðarstórt stökk á aðeins fimm árum. Þessi breyting gerðist ekki af sjálfu sér. Það þurfti að setja lög til að rétta hlut kvenna. Lögin eru umdeild og í mörgum löndum hafa dómstólar dæmt svona lög sem ólög. Jákvæð mismunun þykir jafn mikil mismunun og hvað annað þótt tilgangurinn sé góður. Hins vegar segir það margt um okkur sem samfélag að okkur hafi ekki tekist að breyta hugarfari okkar og gjörðum án lagasetningar. Við erum einfaldlega ekki komin lengra en þetta. Því miður. Til dæmis er aðeins ein kona forstjóri í skráðu fyrirtæki á Íslandi. Hún heitir Sigrún Ragna Ólafsdóttir og er forstjóri VÍS, en fyrirtækið var nýlega skráð á markað. Þá hafði engin kona stýrt skráðu félagi á Íslandi í fimmtán ár, sem ætti að vekja okkur flest til umhugsunar. Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, eða íslensku Kauphallarinnar, segist hafa haft efasemdir í fyrstu um hvort rétt væri að binda í lög hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja. Í dag efast hann ekki og lítur á nýju lögin sem „tæki til að breyta hugarfari“. Hann segir enn fremur að þegar hugarfarinu hafi verið breytt séu lögin óþörf því að „þá verði þetta bara faglegt og niðurstaða faglegrar skipunar stjórna verði sú að kynjajafnvægi verði nokkurn veginn“. Fyrir mörgum er krafan um jöfn kynjahlutföll réttlætiskrafa. Það er óþolandi hversu illa okkur hefur gengið að jafna hlut kvenna í samfélaginu. Margt hefur auðvitað áunnist en oft hefur lítið gerst sjálfkrafa. Inngrip með lagasetningu eru óþægileg en geta auðvitað verið nauðsynleg. Forstjóri Kauphallarinnar segir að jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja hjálpi þeim því þannig fáist fjölbreyttari viðhorf inn í stjórnirnar. Það hefur lengi legið við að íslenskt samfélag sé kynskipt. Þannig höfðu erlendir blaðamenn sem komu hingað í kjölfar bankahrunsins orð á því að hér á landi byggju tvær þjóðir, konur og karlar. Karlkyns viðmælendur þeirra bentu á aðra karlkyns viðmælendur og öfugt. Nú eru hins vegar komin lög sem skipa okkur, konum og körlum, að tala saman. Allavega í stjórnum fyrirtækja.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun