Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2024 09:02 Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um sóun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Minna hefur verið um raunhæfar lausnir til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2021 líkti Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, íslenska heilbrigðiskerfinu við frystihús. Sagði hann að ef komið væri inn í frystihús þar sem menn væru að burðast með kassa og stafla þeim á bretti, lægi beinast við að leggja til lyftara. „Ég held einfaldlega að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið.“ Ræðunni var mætt með dynjandi lófaklappi. Margir heilbrigðisstarfsmenn klóruðu sér hins vegar í kollinum. Átti að stafla upp rúmum til að koma fyrir fleiri sjúklingum? Nýting legurýma er víðast hvar yfir 100%. Á hverjum tíma á Landspítala eru um 85 sjúklingar sem reiðubúnir eru til útskriftar af sérhæfðum deildum yfir á hjúkrunarheimili, en fá ekki pláss vegna þess að þau eru ekki til. Árlegur kostnaður legurýmis á sjúkrahúsi nemur um 70 milljónum króna en hjúkrunarrými kostar um 17 milljónir króna. Ef næg pláss væru á hjúkrunarheimilum landsins fyrir þá einstaklinga sem eru reiðubúnir til útskriftar af Landspítala myndu sparast um 4,5 milljarðar króna á ári. Fyrir þá upphæð væri til dæmis hægt að byggja nýtt hjúkrunarheimili á tveggja ára fresti. Vanfjárfesting í þessum nauðsynlegu úrræðum flokkast sem sóun í heilbrigðiskerfinu. Hvar eru lyftararnir? Lyftararnir hans Bjarna í þessu samhengi eru hjúkrunarrými. Árið 2017 setti ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sér markmið um að byggja 717 hjúkrunarrými fyrir lok árs 2024. Aðeins 221 hjúkrunarrými hafa verið byggð frá þeim tíma. Það vantar því um 500 rými upp á til þess að uppfylla það markmið sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils. Afleiðingin er sú að bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull vegna þess að fólk fær ekki pláss á legudeildum. Þetta getuleysi fráfarandi ríkisstjórnar til þess að fjárfesta í innviðum heilbrigðiskerfisins viðheldur viðvarandi neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalans sem kemur niður á þjónustu til þeirra sem þangað leita. Fleiri lyftarar Fyrr á þessu ári fór fram málþing á Læknadögum undir yfirskriftinni „Sóun í heilbrigðiskerfinu“. Fundarstjóri var formaður Læknafélags Íslands og erindi héldu yfirlæknir Félags sjúkrahúslækna, forstjóri Landspítalans, prófessor og yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga, formaður Félags íslenskra heimilislækna, lyf- og gigtarlæknir og sérnámslæknir á lyflækningasviði. Þátttakendur í pallborði voru spurðir: „Ef þú gætir breytt einu í heilbrigðiskerfinu til að minnka sóun, hverju myndir þú breyta?“ Fyrstur til svara var yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga sem sagði: „Að allir Íslendingar hefðu heimilislækni.“ Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fólk er með fastan heimilislækni dregur það úr líkum á því að það leggist inn á sjúkrahús og dregur líka úr komum á bráðamóttöku. Ástæðan er augljós: Ef eftirfylgni er til staðar, sérstaklega hjá þeim sem mest þurfa á henni að halda, er hægt að grípa inn fyrr þegar veikindi steðja að og koma í veg fyrir að veikindin versni. Hér á landi eru aðeins um 50% landsmanna með fastan heimilislækni. Í Noregi er hlutfallið yfir 95%. Samfylkingin leggur áherslu á að stigin verði markviss skref í þessa átt og að byrjað verði á langveikum og fólki yfir sextugu. Það er kominn tími á nýtt upphaf Nú er kominn tími á nýtt upphaf við stjórn landsins. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að forgangsraða og fjármagna öfluga heimaþjónustu, hefja þjóðarátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land og hefur sett sér 10 ára markmið um að allir landsmenn fái fastan heimilislækni. Jafnframt ætlum við í Samfylkingunni að minnka skriffinsku, fjárfesta í tæknilausnum í heilbrigðisþjónustu og efla stoðþjónustu á heilbrigðisstofnunum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti sinnt því sem þau eru menntuð til þess að gera: að verja tíma með sjúklingum. Þetta eru forgangsverkefni Samfylkingar á næstu árum, við erum tilbúin og við óskum eftir umboði til að hrinda þeim í framkvæmd. Höfundur er læknir og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavík suður á lista Samfylkingarinnar til Alþingis árið 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt um sóun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum árum. Minna hefur verið um raunhæfar lausnir til að takast á við vanda heilbrigðiskerfisins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2021 líkti Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, íslenska heilbrigðiskerfinu við frystihús. Sagði hann að ef komið væri inn í frystihús þar sem menn væru að burðast með kassa og stafla þeim á bretti, lægi beinast við að leggja til lyftara. „Ég held einfaldlega að það vanti fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið.“ Ræðunni var mætt með dynjandi lófaklappi. Margir heilbrigðisstarfsmenn klóruðu sér hins vegar í kollinum. Átti að stafla upp rúmum til að koma fyrir fleiri sjúklingum? Nýting legurýma er víðast hvar yfir 100%. Á hverjum tíma á Landspítala eru um 85 sjúklingar sem reiðubúnir eru til útskriftar af sérhæfðum deildum yfir á hjúkrunarheimili, en fá ekki pláss vegna þess að þau eru ekki til. Árlegur kostnaður legurýmis á sjúkrahúsi nemur um 70 milljónum króna en hjúkrunarrými kostar um 17 milljónir króna. Ef næg pláss væru á hjúkrunarheimilum landsins fyrir þá einstaklinga sem eru reiðubúnir til útskriftar af Landspítala myndu sparast um 4,5 milljarðar króna á ári. Fyrir þá upphæð væri til dæmis hægt að byggja nýtt hjúkrunarheimili á tveggja ára fresti. Vanfjárfesting í þessum nauðsynlegu úrræðum flokkast sem sóun í heilbrigðiskerfinu. Hvar eru lyftararnir? Lyftararnir hans Bjarna í þessu samhengi eru hjúkrunarrými. Árið 2017 setti ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sér markmið um að byggja 717 hjúkrunarrými fyrir lok árs 2024. Aðeins 221 hjúkrunarrými hafa verið byggð frá þeim tíma. Það vantar því um 500 rými upp á til þess að uppfylla það markmið sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabils. Afleiðingin er sú að bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull vegna þess að fólk fær ekki pláss á legudeildum. Þetta getuleysi fráfarandi ríkisstjórnar til þess að fjárfesta í innviðum heilbrigðiskerfisins viðheldur viðvarandi neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalans sem kemur niður á þjónustu til þeirra sem þangað leita. Fleiri lyftarar Fyrr á þessu ári fór fram málþing á Læknadögum undir yfirskriftinni „Sóun í heilbrigðiskerfinu“. Fundarstjóri var formaður Læknafélags Íslands og erindi héldu yfirlæknir Félags sjúkrahúslækna, forstjóri Landspítalans, prófessor og yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga, formaður Félags íslenskra heimilislækna, lyf- og gigtarlæknir og sérnámslæknir á lyflækningasviði. Þátttakendur í pallborði voru spurðir: „Ef þú gætir breytt einu í heilbrigðiskerfinu til að minnka sóun, hverju myndir þú breyta?“ Fyrstur til svara var yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslulækninga sem sagði: „Að allir Íslendingar hefðu heimilislækni.“ Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fólk er með fastan heimilislækni dregur það úr líkum á því að það leggist inn á sjúkrahús og dregur líka úr komum á bráðamóttöku. Ástæðan er augljós: Ef eftirfylgni er til staðar, sérstaklega hjá þeim sem mest þurfa á henni að halda, er hægt að grípa inn fyrr þegar veikindi steðja að og koma í veg fyrir að veikindin versni. Hér á landi eru aðeins um 50% landsmanna með fastan heimilislækni. Í Noregi er hlutfallið yfir 95%. Samfylkingin leggur áherslu á að stigin verði markviss skref í þessa átt og að byrjað verði á langveikum og fólki yfir sextugu. Það er kominn tími á nýtt upphaf Nú er kominn tími á nýtt upphaf við stjórn landsins. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að forgangsraða og fjármagna öfluga heimaþjónustu, hefja þjóðarátak í uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land og hefur sett sér 10 ára markmið um að allir landsmenn fái fastan heimilislækni. Jafnframt ætlum við í Samfylkingunni að minnka skriffinsku, fjárfesta í tæknilausnum í heilbrigðisþjónustu og efla stoðþjónustu á heilbrigðisstofnunum svo að heilbrigðisstarfsfólk geti sinnt því sem þau eru menntuð til þess að gera: að verja tíma með sjúklingum. Þetta eru forgangsverkefni Samfylkingar á næstu árum, við erum tilbúin og við óskum eftir umboði til að hrinda þeim í framkvæmd. Höfundur er læknir og frambjóðandi í 2. sæti í Reykjavík suður á lista Samfylkingarinnar til Alþingis árið 2024.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun