Tónlist

Tónleikar í fallegu umhverfi

Freyr Bjarnason skrifar
pascal pinon Hljómsveitin er á leiðinni í tónleikaferð um landið.
pascal pinon Hljómsveitin er á leiðinni í tónleikaferð um landið.
Hljómsveitin Pascal Pinon er á leiðinni í tónleikaferð um landið í næstu viku ásamt þriggja manna blásaratríói.

Fyrstu tónleikarnir af sex verða í Garði á þriðjudaginn. Hinir tónleikarnir verða í Fljótshlíð, Höfn í Hornafirði, Húsavík og á Grundarfirði, auk þess sem einir leynitónleikar verða haldnir eingöngu fyrir netið.

Ókeypis verður á alla tónleikana en Pascal Pinon fékk 400 þúsund króna styrk frá Kraumi vegna tónleikaraðarinnar. „Konseptið hjá okkur var að fólk myndi koma á tónleika í fallegu umhverfi sér að kostnaðarlausu,“ segir skipuleggjandinn Áslaug Rún Magnúsdóttir, sem er hluti af blásaratríóinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×