Handbolti

Hafnaði tilboði frá Ítalíu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kristinn Björgúlfsson í háloftunum.
Kristinn Björgúlfsson í háloftunum.
Leikstjórnandinn Kristinn Björgúlfsson er á leiðinni heim eftir átta ára útlegð sem atvinnumaður í Evrópu.

Kristinn viðurkennir að hafa verið í viðræðum við endurvakinn meistaraflokk KR. Þá hafi þrjú úrvalsdeildarlið, þar á meðal uppeldisfélag hans ÍR og Íslandsmeistarar Fram, verið í sambandi við hann.

„Maður getur aldrei sagt aldrei en það þarf að vera mjög spennandi dæmi til að ég fari aftur út eftir að ég er kominn heim,“ sagði Kristinn, sem er að pakka þessa dagana og flytur heim 25. júlí.

„Við Diddi (Ingimundur Ingimundarson) töluðum alltaf um að enda ferilinn saman á Ítalíu. Ég var með tilboð þaðan fyrir tveimur árum en það er ekki hægt að fara þangað og fá ekki greitt. Þetta er vinna,“ sagði Kristinn, sem hefur leikið víða á ferli sínum og lært sjö tungumál sem hann vonast til að geta nýtt hér heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×