Tónlist

Íslenskar hátíðir starfi saman

Freyr Bjarnason skrifar
Tómas gerði skýrslu um stöðu tónlistarhátíða á Íslandi.
Tómas gerði skýrslu um stöðu tónlistarhátíða á Íslandi. fréttablaðið/vilhelm
„Það eru til rosalega margar tónlistarhátíðir og þær mega margar hverjar vinna hlutina af meiri fagmennsku,“ segir Tómas Young, starfsmaður ÚTÓN.

Mikill meirihluti forsvarsmanna íslenskra tónlistarhátíða getur hugsað sér samstarfsvettvang fyrir hátíðirnar. Meðal annars með því að sækja sameiginlega um styrki til að kynna hátíðirnar með öflugri hætti innanlands og alþjóðlega.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu um stöðu íslenskra tónlistarhátíða sem var unnin af Tómasi. Um var að ræða samstarfsverkefni ÚTÓN og Ferðamálastofu.

Heimasíður tónlistarhátíðanna voru skoðaðar í þeim tilgangi að sjá hversu vel þær eru settar fram. Niðurstöður voru þær að margar hátíðir er vel með á nótunum á meðan aðrar heimasíður voru illa uppfærðar og vantaði mikið af upplýsingum. „Það sést augljóslega hvaða hátíðir eru unnar í sjálfboðastarfi eða sem hliðarverkefni,“ segir Tómas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×