Hanna þverslaufur í anda Kentucky-manna Sara McMahon skrifar 3. október 2013 07:00 Heiðdís Inga Hilmarsdóttir og Svandís Gunnarsdóttir hönnuðu bleika þverslaufu handa karlmönnum. Slaufurnar eru seldar til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. „Heiðdís kom með hugmyndina um að hanna bleika slaufu handa karlmönnum í sumar. Við vorum með ákveðna slaufu í huga, fyrirmyndin kallast „Kentucky bow tie“, og svo útfærðum við slaufuna í sameiningu,“ segir Svandís Gunnarsdóttir. Hún og vinkona hennar, Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, hönnuðu bleika þverslaufu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Heiðdís Inga hefur áður lagt Krabbameinsfélaginu lið því hún hannaði herðatréð Herra Tré, til styrktar átakinu Mottumars sem fram fór fyrr á árinu. Herðatréð hannaði hún í minningu afa síns, Þóris Þórðarsonar, er lést fyrir ári síðan eftir erfið veikindi. „Hún seldi herðatré fyrir hálfa milljón og hana langaði að halda áfram að leggja málefninu lið. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum því það eru margir sem hafa glímt við krabbamein,“ segir Svandís. Þverslaufurnar eru handsaumaðar af vinkonunum og bera nafnið Bóthildur. „Nafnið var mikill hausverkur. Við vildum fá sterkt, íslenskt kvenmannsnafn á slaufurnar og duttum niður á nafnið Bóthildur. Nafnið merkir „sú sem baráttuna bætir“ og var eitthvað svo ótrúlega viðeigandi.“ Svandís og Heiðdís hafa þekkst frá því þær voru börn að aldri og stunda báðar nám við Tækniskólann. „Ég er í fatahönnun og hún stundar nám á almennri hönnunarbraut. Við erum búnar að vera bestu vinkonur alla okkar skólagöngu, ef menntaskólaárin eru frátalin. Ég fór í Versló og hún í MH og vinskapurinn stóðst þá raun,“ segir Svandís og hlær.Jón Jónsson, söngvari og fótboltamaður, með slaufuna.Þverslaufurnar fást í verslununum Hrími og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Laugavegi og að auki á vefsíðunni Krabb.is. Slaufan kostar 3.000 krónur og rennur ágóði sölunnar til Krabbameinsfélagsins.Söngkonan Lára Rúnarsdóttir með slaufuna um hálsinn. Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Heiðdís kom með hugmyndina um að hanna bleika slaufu handa karlmönnum í sumar. Við vorum með ákveðna slaufu í huga, fyrirmyndin kallast „Kentucky bow tie“, og svo útfærðum við slaufuna í sameiningu,“ segir Svandís Gunnarsdóttir. Hún og vinkona hennar, Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, hönnuðu bleika þverslaufu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Heiðdís Inga hefur áður lagt Krabbameinsfélaginu lið því hún hannaði herðatréð Herra Tré, til styrktar átakinu Mottumars sem fram fór fyrr á árinu. Herðatréð hannaði hún í minningu afa síns, Þóris Þórðarsonar, er lést fyrir ári síðan eftir erfið veikindi. „Hún seldi herðatré fyrir hálfa milljón og hana langaði að halda áfram að leggja málefninu lið. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum því það eru margir sem hafa glímt við krabbamein,“ segir Svandís. Þverslaufurnar eru handsaumaðar af vinkonunum og bera nafnið Bóthildur. „Nafnið var mikill hausverkur. Við vildum fá sterkt, íslenskt kvenmannsnafn á slaufurnar og duttum niður á nafnið Bóthildur. Nafnið merkir „sú sem baráttuna bætir“ og var eitthvað svo ótrúlega viðeigandi.“ Svandís og Heiðdís hafa þekkst frá því þær voru börn að aldri og stunda báðar nám við Tækniskólann. „Ég er í fatahönnun og hún stundar nám á almennri hönnunarbraut. Við erum búnar að vera bestu vinkonur alla okkar skólagöngu, ef menntaskólaárin eru frátalin. Ég fór í Versló og hún í MH og vinskapurinn stóðst þá raun,“ segir Svandís og hlær.Jón Jónsson, söngvari og fótboltamaður, með slaufuna.Þverslaufurnar fást í verslununum Hrími og Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Laugavegi og að auki á vefsíðunni Krabb.is. Slaufan kostar 3.000 krónur og rennur ágóði sölunnar til Krabbameinsfélagsins.Söngkonan Lára Rúnarsdóttir með slaufuna um hálsinn.
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira