Handbolti

Sigurbergur líklega ekki með gegn Benfica

Stefán Árni Pálssson skrifar
Sigurbergur verður líklega ekki með um helgina.
Sigurbergur verður líklega ekki með um helgina. fréttablaðið/valli
Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka, lék ekki með Haukum í gærkvöldi gegn ÍR en hann mun vera meiddur á ökkla.

Sigurbergur meiddist í fyrri leik Hauka gegn Benfica í EHF-bikarnum um síðustu helgi.

„Í leiknum úti leit þetta ekkert sérlega vel út. Hann stekkur hátt, hefur mikinn stökkkraft svo fallið var mikið. Hann lenti á leikmanni Benfica og við höfðum áhyggjur að hann yrði frá í margar vikur. En hann er búinn að vera í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum okkar og ég held að hann verði klár á móti Akureyri í næstu viku,“ sagði Patrekur.

Haukar mæta portúgalska liðinu Benfica í síðari viðureign liðanna í EHF-bikarnum á sunnudaginn en liðið tapaði fyrri leiknum illa 34-19 út í Portúgal.

Sigurbergur er algjör lykilleikmaður í lið Hauka og hefur skorað 30 mörk í deildinni á tímabilinu.

Hafnfirðingar þurfa að vinna upp 15 marka mun á sunnudaginn.

„Það er ekki útilokað að hann verði með á móti Benfica en ekki líklegt,“ sagði Patrekur. Haukar mæta Akureyri fimmtudaginn 24. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×