Sónar verði ein sú besta í Evrópu Freyr Bjarnason skrifar 1. nóvember 2013 09:00 Hátíðin Sónar Reykjavík verður haldin í annað sinn í febrúar á næsta ári. Fréttablaðið/Stefán Björn Steinbekk, skipuleggjandi Sónar Reykjavík, stefnir á að gera hátíðina að einni af mest spennandi litlu tónlistarhátíðunum í Evrópu á næstu fimm árum. „Þessi stefna mín er hluti af ástæðunni fyrir því að eigendur Sónar leggja sig jafn mikið fram og raun ber vitni við að fá hingað listamenn sem eru heitir hverju sinni,“ segir Björn. Á næstu Sónar-hátíð, sem verður haldin er í annað sinn í Hörpu í febrúar, hafa meðal annars verið bókaðir Paul Kalkbrenner, Bonobo, Starwalker, Hjaltalín og Major Lazer en í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lag hans Watch Out For This (Bumaye). Fyrr á árinu voru Squarepusher og James Blake á meðal gesta. Til að þessi áætlun Björns gangi upp er ljóst að hækka gæti þurft miðaverðið á næstu árum. Núna er það 17.900 krónur en gæti farið nálægt því verði sem er algengt á þriggja daga tónlistarhátíðum erlendis sem er rúmlega 20.000 kr. Þetta veltur mikið á vexti Sónar Stockholm sem fer fram í fyrsta skipti á sama tíma og Sónar Reykjavík. Ef sú hátíð vex í samræmi við væntingar gætu samlegðaráhrifin verið slík að miðaverð haldist svipað og í dag. „Það er ljóst að markaður fyrir þetta miðaverð á Íslandi er lítill og þess vegna er mikilvægt að við vinnum vel með aðilum í ferðaiðnaði og þeim sem markaðssetja Ísland erlendis til að ná þeim fjölda erlendra fjölda gesta sem til þarf,“ segir hann. Einn liður í þessu markmiði er ráðstefnan Sónar Pro sem hefst í Hörpu 2015. Þar verður fjöldi erlendra áhrifamanna úr tónlistarbransanum á meðal gesta. Um 3.000 miðar seldust á Sónar Reykjavík í febrúar. Útlendingar voru þriðjungur gestanna. Sónar Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Björn Steinbekk, skipuleggjandi Sónar Reykjavík, stefnir á að gera hátíðina að einni af mest spennandi litlu tónlistarhátíðunum í Evrópu á næstu fimm árum. „Þessi stefna mín er hluti af ástæðunni fyrir því að eigendur Sónar leggja sig jafn mikið fram og raun ber vitni við að fá hingað listamenn sem eru heitir hverju sinni,“ segir Björn. Á næstu Sónar-hátíð, sem verður haldin er í annað sinn í Hörpu í febrúar, hafa meðal annars verið bókaðir Paul Kalkbrenner, Bonobo, Starwalker, Hjaltalín og Major Lazer en í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lag hans Watch Out For This (Bumaye). Fyrr á árinu voru Squarepusher og James Blake á meðal gesta. Til að þessi áætlun Björns gangi upp er ljóst að hækka gæti þurft miðaverðið á næstu árum. Núna er það 17.900 krónur en gæti farið nálægt því verði sem er algengt á þriggja daga tónlistarhátíðum erlendis sem er rúmlega 20.000 kr. Þetta veltur mikið á vexti Sónar Stockholm sem fer fram í fyrsta skipti á sama tíma og Sónar Reykjavík. Ef sú hátíð vex í samræmi við væntingar gætu samlegðaráhrifin verið slík að miðaverð haldist svipað og í dag. „Það er ljóst að markaður fyrir þetta miðaverð á Íslandi er lítill og þess vegna er mikilvægt að við vinnum vel með aðilum í ferðaiðnaði og þeim sem markaðssetja Ísland erlendis til að ná þeim fjölda erlendra fjölda gesta sem til þarf,“ segir hann. Einn liður í þessu markmiði er ráðstefnan Sónar Pro sem hefst í Hörpu 2015. Þar verður fjöldi erlendra áhrifamanna úr tónlistarbransanum á meðal gesta. Um 3.000 miðar seldust á Sónar Reykjavík í febrúar. Útlendingar voru þriðjungur gestanna.
Sónar Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira