Spinning kl. 20:13 Saga Garðarsdóttir skrifar 9. desember 2013 07:00 Hógværð er dyggð og allt það en ég er mjög góð í íþróttum. Svo góð að ef heiðursnafnbótin íþróttamaður ársins væri ekki fyrir asnaskap takmörkuð við atvinnufólk væri ég búin að hirða hana nokkur ár í röð. Í ofanálag hef ég mjög gott þol gagnvart erfiðum og leiðinlegum íþróttaaðstæðum og víla ekki fyrir mér að stinga mér í barmafulla laug af ósyndum börnum og fljótandi gömlu fólki til að skriðsynda marga kílómetrana yfir það. Svo hef ég tvisvar spilað Twister með drukknu fólki með oddhvassa partýhatta. Þrátt fyrir þol og styrk er eitt sport sem ég hef enga unun af; Spinning er andlausasta form líkamsræktar sem fyrirfinnst í hinum þekkta heimi. Ef færustu vísindamenn sögunnar; Einstein, Marie Curie og Ævar vísindamaður væru beðnir um að setja fram 60 mínútna langan fyrirlesturum stöðnun og andleysi hefðu þau fundið upp og flutt spinningtíma. Þau hefðu reyndar af mannúð notast við hamstra og rottur en þau eru heldur ekki spinningþjálfarar. Ekki einungis er hjólað á staðnum í svitamettuðu lokuðu rými undir mismunandi remixum af Euphoria, heldur hafa engar rannsóknir sýnt fram á að nokkur hafi þroskast tilfinningalega í spinningtíma eða fundið sig þar. Eini maðurinn sem þú munt bókað finna í spinningtíma er Sveinn Andri, ber að ofan. Ég veit vel að spinning brennir ótal kaloríum, en ég skil ekki afhverju aðferðin þarf að vera svona viðbjóðslega andlaus. Ég fór einu sinni með mömmu í spinning og hún stóð upp af hjólinu, tók fyrir eyrun og gólaði á leiðinni út: ,,Þetta er bara an, span og flan!”. Þetta gólaði hún svo með sömu tilþrifum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt og er farin að gera æ oftar, enda hafa undangengnir sjö mánuðir verið eins og samfelldur samfélagslegur spinningtími, þar sem nýskipaður spinningstjóri öskrar fremst í rýminu að allt verði að kötta í drasl, allir verði að púla og hamast hraðar til að ná árangri og að 32 manna hópur hafi ekki efni á öðrum geisladisk. Og ég er alltaf að líta á klukkuna og bíða þess að tímanum ljúki. Getum við plís fylgt fordæmi móður minnar og hætt þessum leiðindum, stigið af niðurboltuðu hjólunum og farið saman í nýja tíma. Eins og Zúmba, þar sem fleiri konur leiða dansinní átt að sama markmiði á skapandi máta við fjölbreyttari tónlist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Hógværð er dyggð og allt það en ég er mjög góð í íþróttum. Svo góð að ef heiðursnafnbótin íþróttamaður ársins væri ekki fyrir asnaskap takmörkuð við atvinnufólk væri ég búin að hirða hana nokkur ár í röð. Í ofanálag hef ég mjög gott þol gagnvart erfiðum og leiðinlegum íþróttaaðstæðum og víla ekki fyrir mér að stinga mér í barmafulla laug af ósyndum börnum og fljótandi gömlu fólki til að skriðsynda marga kílómetrana yfir það. Svo hef ég tvisvar spilað Twister með drukknu fólki með oddhvassa partýhatta. Þrátt fyrir þol og styrk er eitt sport sem ég hef enga unun af; Spinning er andlausasta form líkamsræktar sem fyrirfinnst í hinum þekkta heimi. Ef færustu vísindamenn sögunnar; Einstein, Marie Curie og Ævar vísindamaður væru beðnir um að setja fram 60 mínútna langan fyrirlesturum stöðnun og andleysi hefðu þau fundið upp og flutt spinningtíma. Þau hefðu reyndar af mannúð notast við hamstra og rottur en þau eru heldur ekki spinningþjálfarar. Ekki einungis er hjólað á staðnum í svitamettuðu lokuðu rými undir mismunandi remixum af Euphoria, heldur hafa engar rannsóknir sýnt fram á að nokkur hafi þroskast tilfinningalega í spinningtíma eða fundið sig þar. Eini maðurinn sem þú munt bókað finna í spinningtíma er Sveinn Andri, ber að ofan. Ég veit vel að spinning brennir ótal kaloríum, en ég skil ekki afhverju aðferðin þarf að vera svona viðbjóðslega andlaus. Ég fór einu sinni með mömmu í spinning og hún stóð upp af hjólinu, tók fyrir eyrun og gólaði á leiðinni út: ,,Þetta er bara an, span og flan!”. Þetta gólaði hún svo með sömu tilþrifum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt og er farin að gera æ oftar, enda hafa undangengnir sjö mánuðir verið eins og samfelldur samfélagslegur spinningtími, þar sem nýskipaður spinningstjóri öskrar fremst í rýminu að allt verði að kötta í drasl, allir verði að púla og hamast hraðar til að ná árangri og að 32 manna hópur hafi ekki efni á öðrum geisladisk. Og ég er alltaf að líta á klukkuna og bíða þess að tímanum ljúki. Getum við plís fylgt fordæmi móður minnar og hætt þessum leiðindum, stigið af niðurboltuðu hjólunum og farið saman í nýja tíma. Eins og Zúmba, þar sem fleiri konur leiða dansinní átt að sama markmiði á skapandi máta við fjölbreyttari tónlist.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun