Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar 13. nóvember 2024 10:15 Hvað er það besta sem ég get gert fyrir loftslagið? Þessa spurningu fæ ég oft frá fólki sem hefur áhyggjur af loftslagsmálum og vill gera sitt til að vera hluti af lausninni. Oft hefur það áhyggjur af eigin kolefnisfótspori eða hefur sterkar meiningar um kolefnisspor nágrannans. Svar mitt um að kolefnispor þeirra eða nágrannans sé ólíklegt til að vera stóra málið vekur furðu. En hvað er þá það besta sem þú gerir fyrir loftslagið? Svarið tengist því sem mörg okkar hafa tækifæri til að gera þann 30. nóvember. En fyrst nokkrar staðreyndir. Síðustu tvö ár eru heitustu tvö ár frá upphafi mælinga og styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur sjaldan vaxið jafn hratt milli ára. Afleiðingar aukinna gróðurhúsaáhrifa eru augljósar öllum sem fylgjast með fréttum af ofsaveðri og náttúruhamförum. Það tjón sem loftslagsbreytingar valda fer vaxandi. Ef heldur sem horfir mun kostnaðurinn aukast svo mikið að hann fer að bitna á verkefnum þjóðfélaga, svo sem að tryggja velferð og gang efnahagslífsins. Loftslagsbreytingar stafa af óheftri losun gróðurhúsalofttegunda. Losunar sem er á ábyrgð ríkisstjórna og hins hnattræna hagkerfis sem hefur til skamms tíma verið að mestu knúið af bruna jarðefnaeldsneytis. Það er mergurinn málsins. Vandinn er kerfislægur og þarf að leysa á því plani. Það er vissulega gott ef við hugum að kolefnisspori okkar, en kolefnisspor einstaklinga mun ekki ráða úrslitum. Til að ná tökum á vandanum þarf hnitmiðaðar aðgerðir ríkisstjórna heimsins, sem þurfa að umbreyta hinu hnattræna efnahagskerfi svo það gangi á endurnýjanlegri orku sem ekki mengar eða veldur komandi kynslóðum tjóni. Til þess að leysa vandann þarf stjórnvöld sem þora að stíga fram og takast á við vandann án þess að kikna. Þetta er mjög stórt verkefni og skiljanlegt að sumum fallist hendur. Hér áður fyrr var algengt að viðbrögðin væru að afneita vandanum og ófáum blaðagreinum hefur verið sólundað í að draga loftslagsvísindi í efa. Á síðustu árum hafa alvarleg áhrif loftslagsbreytinga þó orðið öllum augljós og viðbrögðin færst frá hreinni afneitun í að færa ábyrgðina, eða að draga allar lausnir í efa. Það að færa ábyrgðina beinir athyglinni að kolefnisspori einstaklinga, gerir þá ábyrga fyrir losun sem þeir hafa takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á og það mun ekki leysa vandann. Það að deila um til hvaða lausna eigi að grípa er hinsvegar eðlilegt. Í lýðræðisþjóðfélagi er eðlilegt að takast á um hvaða leiðir eigi að fara til að umbylta hagkerfinu á þann hátt sem nauðsynlegt er til að leysa loftslagsvandann. Og þá komum við að því mikilvægasta sem við gerum í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem er að kjósa eftir loftslagsstefnu flokka. Það er mikilvægt að við segjum frambjóðendum þess flokks sem okkur líst best á að loftslagsmál skipti okkur máli, - við viljum að þeir hafi raunhæfa stefnu í loftslagsmálum. Þá sé hægt að mæla með þeim við aðra. Og þá er einnig hægt að halda þeim við efnið að loknum kosningum. Í sumum nágrannalöndum okkar hafa loftslagsmál orðið bitbein milli hægri og vinstri afla í stjórnmálum. Það er oftast byggt á misskilningi. Loftslagsmál ná vítt yfir hið pólitíska róf. Það eru til vinstri sinnaðar lausnir á vandanum og það eru til hægri sinnaðar lausnir á vandanum. Loftslagsmál eru hvorki hægri né vinstri, þau eru einfaldlega leysanlegt vandamál og það eru ólíkar leiðir færar að markinu. Og það er stjórnmálanna að velja lausnir, - og það er okkar að kjósa flokka sem bjóða upp á þær loftslagslausnir sem okkur líst best á. Það mikilvægasta sem við gerum í baráttunni við loftslagsvandann á sér því stað í kjörklefanum - að kjósa þann flokk sem við treystum til að takast á við vanda sem að óbreyttu stefnir okkur og börnunum okkar í óefni. Höfundur er formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar og meðlimur Loftslagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Hvað er það besta sem ég get gert fyrir loftslagið? Þessa spurningu fæ ég oft frá fólki sem hefur áhyggjur af loftslagsmálum og vill gera sitt til að vera hluti af lausninni. Oft hefur það áhyggjur af eigin kolefnisfótspori eða hefur sterkar meiningar um kolefnisspor nágrannans. Svar mitt um að kolefnispor þeirra eða nágrannans sé ólíklegt til að vera stóra málið vekur furðu. En hvað er þá það besta sem þú gerir fyrir loftslagið? Svarið tengist því sem mörg okkar hafa tækifæri til að gera þann 30. nóvember. En fyrst nokkrar staðreyndir. Síðustu tvö ár eru heitustu tvö ár frá upphafi mælinga og styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur sjaldan vaxið jafn hratt milli ára. Afleiðingar aukinna gróðurhúsaáhrifa eru augljósar öllum sem fylgjast með fréttum af ofsaveðri og náttúruhamförum. Það tjón sem loftslagsbreytingar valda fer vaxandi. Ef heldur sem horfir mun kostnaðurinn aukast svo mikið að hann fer að bitna á verkefnum þjóðfélaga, svo sem að tryggja velferð og gang efnahagslífsins. Loftslagsbreytingar stafa af óheftri losun gróðurhúsalofttegunda. Losunar sem er á ábyrgð ríkisstjórna og hins hnattræna hagkerfis sem hefur til skamms tíma verið að mestu knúið af bruna jarðefnaeldsneytis. Það er mergurinn málsins. Vandinn er kerfislægur og þarf að leysa á því plani. Það er vissulega gott ef við hugum að kolefnisspori okkar, en kolefnisspor einstaklinga mun ekki ráða úrslitum. Til að ná tökum á vandanum þarf hnitmiðaðar aðgerðir ríkisstjórna heimsins, sem þurfa að umbreyta hinu hnattræna efnahagskerfi svo það gangi á endurnýjanlegri orku sem ekki mengar eða veldur komandi kynslóðum tjóni. Til þess að leysa vandann þarf stjórnvöld sem þora að stíga fram og takast á við vandann án þess að kikna. Þetta er mjög stórt verkefni og skiljanlegt að sumum fallist hendur. Hér áður fyrr var algengt að viðbrögðin væru að afneita vandanum og ófáum blaðagreinum hefur verið sólundað í að draga loftslagsvísindi í efa. Á síðustu árum hafa alvarleg áhrif loftslagsbreytinga þó orðið öllum augljós og viðbrögðin færst frá hreinni afneitun í að færa ábyrgðina, eða að draga allar lausnir í efa. Það að færa ábyrgðina beinir athyglinni að kolefnisspori einstaklinga, gerir þá ábyrga fyrir losun sem þeir hafa takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á og það mun ekki leysa vandann. Það að deila um til hvaða lausna eigi að grípa er hinsvegar eðlilegt. Í lýðræðisþjóðfélagi er eðlilegt að takast á um hvaða leiðir eigi að fara til að umbylta hagkerfinu á þann hátt sem nauðsynlegt er til að leysa loftslagsvandann. Og þá komum við að því mikilvægasta sem við gerum í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem er að kjósa eftir loftslagsstefnu flokka. Það er mikilvægt að við segjum frambjóðendum þess flokks sem okkur líst best á að loftslagsmál skipti okkur máli, - við viljum að þeir hafi raunhæfa stefnu í loftslagsmálum. Þá sé hægt að mæla með þeim við aðra. Og þá er einnig hægt að halda þeim við efnið að loknum kosningum. Í sumum nágrannalöndum okkar hafa loftslagsmál orðið bitbein milli hægri og vinstri afla í stjórnmálum. Það er oftast byggt á misskilningi. Loftslagsmál ná vítt yfir hið pólitíska róf. Það eru til vinstri sinnaðar lausnir á vandanum og það eru til hægri sinnaðar lausnir á vandanum. Loftslagsmál eru hvorki hægri né vinstri, þau eru einfaldlega leysanlegt vandamál og það eru ólíkar leiðir færar að markinu. Og það er stjórnmálanna að velja lausnir, - og það er okkar að kjósa flokka sem bjóða upp á þær loftslagslausnir sem okkur líst best á. Það mikilvægasta sem við gerum í baráttunni við loftslagsvandann á sér því stað í kjörklefanum - að kjósa þann flokk sem við treystum til að takast á við vanda sem að óbreyttu stefnir okkur og börnunum okkar í óefni. Höfundur er formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar og meðlimur Loftslagsráðs.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar