Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Hækkun sjávar­máls ógnar styttum Páska­eyju

Öldur gætu náð alla leið að styttunum frægu á Páskaeyju fyrir árið 2080 vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er ein af afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Stytturnar laða tugi þúsunda ferðamanna að eyjunni árlega en ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein þar.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fyrsta raf­knúna flug­vélin í dönsku innan­lands­flugi

Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin.

Erlent
Fréttamynd

Skæð hita­bylgja velgir Evrópu­búum undir uggum

Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi.

Erlent
Fréttamynd

Hitamet slegið á Spáni um helgina

Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.

Erlent
Fréttamynd

Veður­stofan nýtir ofur­tölvu til að herma eftir hraun­flæði

Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði.

Innlent
Fréttamynd

Farið í gegnum „kol­efnisþakið“ eftir þrjú ár

Útlit er fyrir að uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar verði nægur til þess að valda hlýnun umfram 1,5 gráður eftir þrjú ár miðað við núverandi losun mannkynsins. Verulega hefur hert á hlýnun jarðar þótt orkuskipti hafi dregið úr hraða aukningarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Þjórs­ár­ver ekki þess virði?

Það hvað við metum til verðmæta er mismunandi manna á milli. Sem betur fer þá eigum við tól sem búið er að þróa og sammælast um að sé góð til að meta hvaða virkjanaframkvæmdir skuli alls ekki ráðast í og hvaða virkjanahugmyndir geti farið áfram í frekara leyfisveitingaferli.

Skoðun
Fréttamynd

Engar fram­farir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs

Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Loftslagsváin bíður ekki

Umræða um loftslags- og umhverfismál hefur verið fyrirferðarmikil undanfarin ár. Sú umræða var ekki aðeins leidd áfram af stjórnvöldum eða fræðasamfélagi heldur einnig almenningi. Orð eins og kolefnisspor, náttúruvernd, hringrásarhagkerfi og orkuskipti voru á allra vörum – sem betur fer enda hefur hættan sem mannkyni stafar af hlýnun jarðar aldrei verið meiri.

Skoðun
Fréttamynd

Ógn lofts­lags­breytinga við fæðuöryggi stór­lega van­metin

Öfgakenndar hitabylgjur stuðla ekki aðeins að fjölgun dauðsfalla heldur geta þær valdið alvarlegum meðgönguvandamálum en yfirvísindaráðgjafi nýrrar evrópskrar nefndar, sem Katrín Jakobsdóttir veitir forystu, segir leiðtoga heimsins vanmeta þau áhrif sem loftslagsbreytingar komi til með að hafa á fæðuöryggi.

Innlent
Fréttamynd

Stendur í stafni fyrir sam­evrópska nefnd WHO um lýðheilsu

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er glóru­laust rugl í ráð­herra“

Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. 

Innlent