Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­fram sól og hlýtt í veðri

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag. Víða verður léttskýjað og hlýtt í veðri, en sums staðar þoka við ströndina norðan- og vestanlands og mun svalara.

Veður
Fréttamynd

Getur víða farið yfir tuttugu stig

Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands.

Veður
Fréttamynd

Hiti getur farið yfir 20 stig

Í dag verður hæg breytileg átt á landinu eða hafgola og víða léttskýjað. Líkur eru á þokulofti við ströndina. Hiti á bilinu 10 til 24 stig, hlýjast inn til landsins en svalast í þokulofti.

Veður
Fréttamynd

Ekkert lát á sumar­veðrinu

Enn er spáð björtu og hlýju veðri á landinu í dag og og næstu daga. Hitinn gæti náð 23 stigum á Norðausturlandi þar sem verður hlýjast. Líkur eru þó á þokubökkum við sjóinn á sunnan- og austanverðu landinu.

Veður
Fréttamynd

Nýtt hitamet slegið á Egils­stöðum

Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992.

Veður
Fréttamynd

Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur

Í dag verður áfram hæg og breytileg átt og víða bjartviðri, en suðlæg átt átta til fimmtán metrar á sekúndu suðvestan- og vestanlands og skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 13 til 23 stig, hlýjast verður væntanlega áfram á Norður- og Austurlandi, um 23-24 stig þar sem best lætur.

Veður
Fréttamynd

Hiti á bilinu tíu til 18 stig í dag

Í dag má búast við því að það verði suðaustan fimm til 13 metrar á sekúndu og skýjað með köflum. Það verður hvassast við suðvesturströndina, en víða léttskýjað síðdegis. Hiti verður á bilinu tíu til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Veður
Fréttamynd

Allt að tuttugu stiga hiti á Norðaustur­landi

Spáð er allt að tuttugu stiga hita norðaustanlands í hlýjum og þurrum sunnanáttum sem ganga yfir landið í dag. Ferðalangar á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum eru varaðir við allhvössum eða hvössum vindstrengjum.

Veður
Fréttamynd

Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun

Hæð suðsuðvestur í hafi og lægð við norðausturströnd Grænlands mun beina suðvestlægri átt til landsins í dag. Yfirleitt verður vindum átta til átján metrar á sekúndu þar sem hvassast verður í vindstrengjum á norðanverðu landinu.

Veður
Fréttamynd

Vindur, skúrir og kólnandi veður

Víðáttumikil hæð yfir Skotlandi og lægð við suðausturströnd Grænlandi valda suðvestanátt á landinu í dag og má búast við strekkingsvindi og skúrum. Yfirleitt verður þó þurrt norðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

Sól­ríkt og fremur hlýtt í dag

Víða má gera ráð fyrir sólríku veðri og hægum vindi á landinu í dag. Yfirleitt fremur hlýtt að deginum og hiti á bilinu níu til fjórtán stig. Svalara austast á landinu og suðaustantil verður skýjað og lítilsháttar væta á stöku stað.

Veður
Fréttamynd

Skýjað og rigning af og til

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem verður skýjað og dálítil súld eða rigning af og til. Þó verður bjart að mestu suðaustantil.

Veður