Sport

Landsliðskonurnar söfnuðu 400 þúsund krónum fyrir Barnaspítalann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir, Anna María Baldursdóttir, Elín Metta Jensen og Rakel Hönnudóttir úr fótboltanum og Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem afhentu gjöfina í dag.
Margrét Lára Viðarsdóttir, Anna María Baldursdóttir, Elín Metta Jensen og Rakel Hönnudóttir úr fótboltanum og Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem afhentu gjöfina í dag. Vísir/Knattspyrnusamband Íslands
Landsliðskonur Íslands í fótbolta og handbolta afhentu í dag Barnaspítala Hringsins veglega gjöf en það er sá peningur sem safnaðist í góðgerðarleik sem liðin léku milli jóla og nýárs.

Keppt var í fótbolta og handbolta en vel var mætt á viðburðinn sem fór fram í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda og það er óhætt að segja að framtakið hafi tekist vel hjá landsliðskonunum okkar.

Alls söfnuðust 400 þúsund krónur í kringum leikinn og í dag var komið að því að afhenda Barnaspítala Hringsins uppskeruna. Það voru landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir, Anna María Baldursdóttir, Elín Metta Jensen og Rakel Hönnudóttir úr fótboltanum og Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir úr handboltanum sem afhentu gjöfina í dag.

Forsvarsmenn Barnaspítala Hringsins afhentu landsliðskonunum við þetta tækifæri þakkarskjal frá spítalanum og höfðu á orði að peningarnir myndu nýtast barnaspítalanum vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×