Körfubolti

Góð byrjun Hauka dugði ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mike Cook skoraði fjórtán stig fyrir Þór í kvöld.
Mike Cook skoraði fjórtán stig fyrir Þór í kvöld. Vísir/Valli
Þór er komið áfram í undanúrslit Powerade-bikarkeppni karla eftir sigur á Haukum, 73-68, í Þorlákshöfn í kvöld.

Haukar náðu forystu snemma leiks og komst mest átta stigum yfir í upphafi annars leikhluta, 21-13. En þá sneru heimamenn leiknum sér í hag með því að skora fjórtán stig í röð og létu þeir forystuna aldrei af hendi aftur.

Nemanja Sovic skoraði 21 stig fyrir Þór og tók þar að auki níu fráköst. Næstur kom Mike Cook með fjórtán stig.

Hjá Haukum var Terrence Watson stigahæstur með átján stig en hann tók tólf fráköst þar að auki. Emil Barja skoraði fimmtán stig.

Grindavík og Tindastóll tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í gær en einn leikur er eftir í fjórðungsúrslitunum. Það er viðureign ÍR og B-liðs Keflavíkur sem eigast við annað kvöld.

Þór Þ.-Haukar 73-68 (13-19, 22-9, 23-14, 15-26)

Þór Þ.: Nemanja Sovic 21/9 fráköst, Mike Cook Jr. 14/5 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 11, Tómas Heiðar Tómasson 11/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 7/11 fráköst, Emil Karel Einarsson 5, Þorsteinn Már Ragnarsson 4/6 fráköst.

Haukar: Terrence Watson 18/12 fráköst, Emil Barja 15/5 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Helgi Björn Einarsson 9/5 fráköst, Kristinn Marinósson 8/4 fráköst, Svavar Páll Pálsson 8/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 3, Þorsteinn Finnbogason 3, Sigurður Þór Einarsson 2, Haukur Óskarsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×