Tónlist

Rokkið réttir úr kútnum

Arctic Monkeys hafa verið í fararbroddi rokkbylgjunnar á Englandi.
Arctic Monkeys hafa verið í fararbroddi rokkbylgjunnar á Englandi. nordicphotos/getty
Rokktónlist var söluhæsta tónlistarstefnan á Bretlandseyjum á síðasta ári en það hefur ekki gerst í fimm ár. Arctic Monkeys áttu aðra söluhæstu rokkplötu síðasta árs á Bretlandi. Það var hinsvegar gamli rámur, Rod Stewart, sem leiddi hóp rokkara og á meðal annarra sem gerðu það gott má nefna Jake Bugg og Bastille.

Þetta þykja nokkur tíiðindi því sala á rokkplötum hefur verið í mikilli lægð síðustu árin. Á síðasta ári voru rokkplötur hins vegar með rúm þrjátíu og þrjú prósent af markaðshlutdeildinni. Poppmúsík kemur þar á eftir með þrjátíu og eitt prósent og danstónlist var í þriðja sæti, töluvert á eftir með átta komma þrjú prósent.

Poppmúsíkin hefur þó enn vinninginn þegar kemur að sölu á smáskífum með um 36 prósenta hlutdeild en þar hafa rokkararni þó sótt í sig veðrið og í fyrra voru rúm tuttugu prósent seldra smáskífa með rokktónlistarmönnum. Þrátt fyrir að rokkið sé að rétta úr kútnum dregst plötusala enn saman og er það í takt við þróun síðustu ára.

Á síðasta ári dróst plötusala saman 6,4 prósent en alls seldust 94 milljónir platna á Bretlandseyjum. Engin ein plata seldist þó í meira en milljón eintökum og hefur það ekki gerst síðan snemma á níunda áratugi síðustu aldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×