Tónlist

Danir treysta á þennan í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngvarinn Basim verður fulltrúi Danmerkur í Eurovision-keppninni sem haldin verður í Kaupmannahöfn þann 10. maí með lagið Cliché Love Song.



Tíu flytjendur kepptu í undanúrslitakeppninni í Danmörku síðustu helgi og fór svo á endanum að Basim hreppti hnossið.

Basim fetar því í fótspor sigurvegarans síðan í fyrra, Emmelie de Forest, sem bar svo eftirminnilega sigur úr býtum með lagið Only Teardrops. 

Basim heitir réttu nafni Anis Basim Moujahid, er fæddur 4. júlí árið 1992 og er af marokkóskum uppruna. Þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall, árið 2008, tók hann þátt í hæfileikaþættinum X Factor en náði ekki að sigra. Sama ár gaf hann út plötuna Alt det jeg ville have sagt. Árið síðar gaf hann út sína aðra plötu, Befri dig Selv. Það ár tók hann þátt í dansþættinum Vild med dans og endaði í níunda sæti.

 

 

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×