Tónlist

Ný plata frá Pixies

Pixies með nýja plötu eftir 23 ára hlé.
Pixies með nýja plötu eftir 23 ára hlé. Vísir/Stefán
Hljómsveitin Pixies ætlar að senda frá sér nýja plötu með vorinu og mun hún bera titilinn Indie Cindy. Um er að ræða fyrstu plötu sveitarinnar í heil 23 ár en síðasta plata sveitarinnar, Trompe le Monde kom út árið 1991.

Breski upptökustjórinn Gil Norton sér um upptökustjórn á plötunni líkt og á síðustu plötu Pixies. David Lovering trommuleikari Pixies sagði í yfirlýsingu að sveitin hafi byrjað að tala um plötugerð af alvöru, fyrir um fjórum árum og sagði jafnframt sveitin vilja fara bjóða aðdáendum sínum upp á nýtt efni á tónleikum.

Platan kemur út undir lok aprílmánaðar af útgáfufyrirtæki sveitarinnar, Pixiesmusic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×