Tónlist

Tommy Lee spilar með Smashing Pumpkins

Trommuleikarinn og óþekktarormurinn Tommy Lee spilar inn á nýjustu plötu The Smashing Pumpkins.
Trommuleikarinn og óþekktarormurinn Tommy Lee spilar inn á nýjustu plötu The Smashing Pumpkins. Vísir/Getty
Billy Corgan, forsprakki hljómsveitarinnar The Smashing Pumpkins hefur staðfest að trommuleikarinn Tommy Lee úr Mötley Crüe, spili á trommur á nýjustu plötu hljómsveitarinnar. Þetta kemur fram á vefsíðu NME.

Samkvæmt vefsíðu The Smashing Pumpkins spilar Tommy Lee öll lögin, sem eru níu talsins á nýjustu plötu sveitarinnar, en hún ber nafnið Monuments To An Elegy.

Platan er önnur af tveimur plötum sem væntanlegar eru frá hljómsveitinni á næsta ári, en seinni platan ber nafnið Day forNight. Ekki hefur komið fram hvort Tommy Lee spili inn á seinni plötuna.

Þá hefur ekki komið fram af hverju núverandi trommuleikari hljómsveitarinnar, Mike Byrne skuli ekki leika inn á plötuna. Byrne gekk til liðs við sveitina árið 2009 þegar að Jimmy Chamberlin yfirgaf hljómsveitina.

Howard Willing sér ásamt Corgan um að pródusera báðar plöturnar en hann hefur unnið með sveitinni síðan að platan Adore kom út árið 1998.

Billy Corgan hefur fengið óþekktarorminn, Tommy Lee til liðs við sig.Vísir/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×