Íslenski boltinn

Náum vonandi að bæta upp fyrir tapið í Wales

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins sat fyrir svörum blaðamanna með Lars Lagerback í Austurríki í dag.

Ísland mætir Austurríki í Innsbrück í vináttulandsleik á föstudag.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Aron var nokkuð brattur á blaðamannafundinum og talaði um að tækifæri væri til þess að bæta fyrir tapið gegn Wales.

„Ég hlakka til leiksins, þetta verður gott tækifæri fyrir okkur til að að reyna að rétta okkur við eftir tapið í Wales.  Ég hef spilað á móti nokkrum í austurríska hópnum, þar á meðal Marko Arnautović hjá Stoke, sem er sterkur leikmaður með góða tækni og hættuleg skot.  Við viljum mæta sterkum liðum og góðum leikmönnum, það er besti undirbúningurinn fyrir liðið.“

Aron var næst spurður út í undankeppni Evrópumótsins 2016 og möguleika Íslands á mótinu.

„Þetta verður erfiður riðill og margt sem verður að ganga upp hjá okkur. Ef við stöndum saman sem lið og sýnum okkar besta í hverjum leik þá mun okkur ganga vel. Hópurinn hefur spilað lengi saman og við höfum öðlast mikla reynslu á síðustu árum, ekki síst í síðustu undankeppni. Við munum gera okkar besta, við munum berjast fyrir land okkar og þjóð í hverjum einasta leik, eins og alltaf,“ sagði víkingurinn Aron.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×