Tónlist

Missti röddina í Japan - aðdáendur brjálaðir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mariah Carey.
Mariah Carey. vísir/getty
Söngkonan Mariah Carey hélt fyrstu tónleikana í Elusive Chanteuse Show-tónleikaröð sinni í Tókíó í Japan á laugardaginn.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi átti Mariah í erfiðleikum með að ná hæstu tónum sínum, tónum sem hún er hvað þekktust fyrir.

Söngkonan átti til að mynda í erfiðleikum með að syngja lögin Hero og Vision of Love og þurfti á einum tímapunkti að tala textann í staðinn fyrir að syngja.

Margir af aðdáendum söngkonunnar hafa farið mikinn í athugasemdakerfinu við myndböndin á YouTube. Segir einn til að mynda að tónleikarnir hafi verið „meira en vonbrigði.“

Sumir aðdáendur hennar koma henni hins vegar til varnar og finnst líklegt að þessir erfiðleikar hafi með skilnað hennar við sjónvarpsmanninn Nick Cannon að gera.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×