Körfubolti

Pétur vann Snæfell síðast fyrir níu árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Ingvarsson.
Pétur Ingvarsson. Vísir/Anton
Pétur Ingvarsson tók við liði Skallagríms fyrir tímabilið og stýrir sínum mönnum á móti Snæfelli í kvöld í 3. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Pétur hefur áður stýrt Hamar og Haukum í úrvalsdeildinni en það er orðið langt síðan að hans lið fagnaði deildarsigri á móti Snæfellsliðinu.

Pétur stjórnaði síðast liði til sigurs gegn Hólmurum í úrvalsdeildinni í Stykkishólmi 13. október 2005 en þá þjálfaði Pétur sameiginlegt lið Hamars og Selfoss.

Frá þeim leik hafa lið Péturs mætt Haukum sjö sinnum í úrvalsdeildinni og tapað í öll sjö skiptin þar á meðal voru tapleikir skömmu áður en hann hætti með bæði Hamars og Haukaliðið.

Skallagrímur hefur tapað tveimur fyrstu deildarleikjum sínum á móti Suðurnesjaliðunum Keflavík og Grindavík og Pétur er því ekki aðeins á eftir fyrsta sigrinum á Snæfelli í tæpan áratug í kvöld heldur einnig fyrsta sigri Skallagríms í Dominos-deildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×