Tónlist

„Hvar í fjandanum er ég?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viðtölin við Damien Rice og samstarfsfólk hans eru tekin í Iðnó.
Viðtölin við Damien Rice og samstarfsfólk hans eru tekin í Iðnó.
Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice talar um gerð nýju plötunnar sinnar, My Favorite Faded Fantasy, við síðuna The Line of Best Fit. Damien er mikill Íslandsvinur en platan var tekin upp hér á landi og í Bandaríkjunum.

Í meðfylgjandi myndbandi lýsir Damien því þegar hann kom til Íslands í fyrsta sinn er hann sat í heitum potti umkringdur hrauni. Eina sem hann hugsaði var:

„Hvar í fjandanum er ég?“

Damien er hrifinn af tónlistarsenunni á Íslandi.

„Ef maður hittir einn mjög góðan tónlistarmann þekkir hann alltaf annan mjög góðan tónlistarmann,“ segir hann en í myndbandinu er talað við ýmsa sem hafa fallega hluti að segja um Damien og samstarfið með honum, til dæmis Helga Jónsson, Borgar Magnason og Alex Somers.

Einnig er honum fylgt eftir á leynitónleika sem hann hélt í Sundlauginni í Mosfellsbæ.

My Favorite Faded Fantasy er þriðja stúdíóplata Damien en sú fyrsta, O, kom út árið 2002. 9 var síðan gefin út árið 2006 en ljóst er að aðdáendur tónlistarmannsins þurfa ekki að bíða jafnlengi eftir næstu plötu.

„Ég get ekki beðið eftir að fara aftur í stúdíó,“ segir Írinn.


Tengdar fréttir

Fyrsta platan í átta ár

Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice sendir frá sér nýja plötu. Hann nýtur aðstoðar mikilla kanóna.

Hita upp fyrir Damien Rice

Hljómsveitin My bubba er á leiðinni í tveggja mánaða tónleikaferðalag.

Bartónar sungu með Damien Rice

Réð þá með leynd til að blanda sér meðal gesta og láta sem ekkert væri. Ekki einu sinni umboðsmaðurinn vissi af gjörningnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×