Körfubolti

Pavel í níunda sinn aðeins 1 frá þrennu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskij.
Pavel Ermolinskij. Vísir/Vilhelm
Pavel Ermolinskij vantaði aðeins eina stoðsendingu til að ná tvöfaldri þrennu í tólf stiga sigri KR-inga á Stjörnunni, 103-91, í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi.

Pavel Ermolinskij endaði leikinn með 13 stig, 12 stoðsendingar og 9 stoðsendingar.

Pavel fékk tækifæri til að gefa tíundu stoðsendinguna í lokin þegar hann og Helgi Már Magnússon komust saman upp völlinn í hraðaupphlaupi en ákvað að fara frekar sjálfur enda hafði hann örugglega enga hugmynd um að hann vantaði bara eina stoðsendingu upp í þrennuna.

Pavel Ermolinskij hefur þegar náð þremur þrennum í Dominos-deildinni á tímabilinu og er með þrennu að meðaltali í leik eftir sex leiki eða 14,2 stig, 10,5 fráköst og 11,5 stoðsendingar.

Þetta var samt langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Pavel Ermolinskij er svona nálægt þrennu í búningi KR því níu sinnum hefur aðeins verið 1 frá þrennu í leikjum í deild eða úrslitakeppni.

Fimm sinnum hefur Pavel vantað eitt frákast, þrisvar sinnum hefur Pavel vantað eina stoðsendingu og einu sinni vantaði Pavel bara eitt stig.

Pavel er með samtals 21 þrennu á Íslandsmóti með KR-liðinu en þær hefðu auðveldlega geta verið mun fleiri, jafnvel 30. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×