Körfubolti

Sigurganga Golden State endaði í Memphis | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stephen Curry trúir ekki að liðið hafi tapað leik.
Stephen Curry trúir ekki að liðið hafi tapað leik. vísir/getty
Sextán leikja sigurgöngu Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta lauk í nótt þegar liðið tapaði toppslagnum í vesturdeildinni gegn Memphis Grizzliez á útivelli, 105-98.

Stóru strákarnir undir körfunni hjá heimamönnum voru virkilega öflugir í leiknum, en Spánverjinn Marc Gasol skoraði 24 stig og tók 7 fráköst og Zach Randolph skoraði 17 stig og tók 10 fráköst.

Klay Thompson var stigahæstur gestanna með 22 stig og Stephen Curry skoraði 19 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Oklahoma City er búið að vinna sjö leiki í röð eftir að endurheima bæði Russell Westbrook og Kevin Durant úr meiðslum. Liðið vann öruggan útisigur á Sacramento Kings í nótt, 104-92.

Russell Westbrook var stigahæstur gestanna með 32 stig auk þess sem hann tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar en Kevin Durant skoraði 26 stig.

Rudy Gay skoraði 22 stig fyrir Sacramento sem er án síns langbesta manns á tímabilinu, Demarcus Cousins.

Úrslit næturinnar:

Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 109-95

Brooklyn Nets - Miami Heat 91-95

Memphis Grizzliez - Golden State Warriors 105-98

New Orleans Pelicans - Utah Jazz 119-111

New York Knicks - Dallas Mavericks 87-107

Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 92-104

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×