Körfubolti

Jordan óskar Kobe til hamingju með áfangann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Michael Jordan og Kobe Bryant í stjörnuleiknum 2003.
Michael Jordan og Kobe Bryant í stjörnuleiknum 2003. vísir/getty
Michael Jordan, sexfaldur NBA-meistari með Chicago Bulls og af flestum talinn besti körfuknattleiksmaður allra tíma, horfði upp á Kobe Bryant fara fram úr sér á listanum yfir stigahæstu leikmenn í sögu NBA frá upphafi í nótt.

Kobe þurfti níu stig til að komast fram úr Jordan og tókst það þegar hann setti niður tvö vítaskot undir lok fyrri hálfleiks. Hann skoraði í heildina 26 stig í sex stiga sigri Lakers gegn Minnesota í nótt.

Þegar áfanganum var náð sendi Michael Jordan, sem í dag er eigandi Charlotte Hornets, út yfirlýsingu í gegnum AP-fréttastofuna þar sem hann óskaði Kobe til hamingju og hrósaði honum fyrir vel unnið störf.

„Ég vil óska Kobe til hamingju með að ná þessum áfanga. Hann er augljóslega frábær leikmaður sem leggur mikið á sig og hefur mikla ástríðu fyrir körfubolta. Ég hef notið þess að horfa á hann og sjá hann þróast í gegnum árin. Ég hlakka til þess að sjá hvað afrekar næst,“ segir Michael Jordan.

Kobe kemst tæplega ofar á listanum, en hann er búinn að skora 32.293 stig og er rúmum 4.000 stigum á eftir Karl Malone (36.928). Enginn hefur skorað meira en Kareem Abdul-Jabbar en hann trónir á toppi stigalistans með 38.387 stig.

Kobe fer fram úr Jordan:
NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×