Körfubolti

Duncan fór upp fyrir Jerry West á stigalistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Duncan hefur fimm sinnum orðið NBA-meistari með San Antonio Spurs.
Duncan hefur fimm sinnum orðið NBA-meistari með San Antonio Spurs. vísir/afp
Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs, komst í nótt upp fyrir Jerry West á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi.

Duncan tók fram úr West þegar hann setti boltann í spjaldið og niður þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leik San Antonio og Los Angeles Lakers í nótt.

Alls skoraði Duncan 19 stig og tók 18 fráköst í leiknum, en það dugði ekki til sigurs gegn Lakers, sem West lék einmitt með allan sinn feril.

Duncan hefur nú skorað 25.197 stig á ferlinum og er í 18. sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA í sögunni.

Kobe Bryant skoraði 22 stig gegn San Antonio í gær og vantar nú aðeins átta stig til að jafna Michael Jordan á stigalistanum.

Líklegt þykir að hann komist upp fyrir Jordan og í 3. sætið á stigalistanum þegar Lakers sækir Minnesota Timberwolves heim á morgun.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×