Tónlist

Justin bætir við fleiri tónleikum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Justin er einn vinsælasti tónlistarmaður heims.
Justin er einn vinsælasti tónlistarmaður heims. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn og verðandi Íslandsvinurinn Justin Timberlake er búinn að bæta við þrettán tónleikum í Norður-Ameríku á tónleikaferðalagi sínu 20/20 Experience World Tour. Nýju tónleikarnir eru í nóvember og desember og fara til dæmis fram í Portland og Atlanta.

Miðar fara í sölu þann 14. apríl en meðlimum í aðdáendaklúbb Justins, Tennessee Kids, gefst kostur á að kaupa miða í forsölu 8. apríl.

Mikil spenna ríkir hér á landi fyrir komu Justins en hann heldur tónleika í Kórnum þann 24. ágúst. Allir miðar á tónleikana seldust upp á svipstundu.


Tengdar fréttir

Kostar sitt að flytja inn Justin Timberlake

Kostnaðurinn við að fá Justin Timberlake til landsins er um 1,5 milljónir dollara eða 170 milljónir íslenskra króna en frá því er greint í Viðskiptablaðinu í dag.

Íslendingar óðir í Timberlake

Mikill fjöldi aðdáenda Justins Timberlake á Íslandi skráði sig í erlendan aðdáendaklúbb kappans í gær.

Um tónleika Justins Timberlake á Íslandi

Eftir marga mánuði af slúðursögum er það loksins staðfest að einn vinsælasti tónlistarmaður heims í dag, Justin Timberlake, er á leið til Íslands.

Leita uppi braskara

Miðar á tónleika Justins Timberlake sem seldir eru á svörtum markaði gætu orðið ógildir

Miði.is hrundi vegna álags

Miði.is reynir nú eftir fremsta megni að koma kerfinu í gang aftur, svo miðasala geti haldið áfram.

Miðabraskarar miður sín

Braskarar hafa sent Miða.is millifærslukvittanir fyrir miðum og endurgreitt kaupendum mismuninn.

Uppselt á Justin Timberlake

16.000 miðar voru í boði á tónleikana. "Það er enginn möguleiki á að það verði fleiri miðar í boði, því miður.“

Þungavigtarhljómsveit með JT

Mikið fagfólk er á leið til landsins með einni skærustu poppstjörnu heims, Justin Timberlake. Hljómsveitin á bak við hann er ekkert slor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×