Tónlist

Færeyska senan lík þeirri íslensku

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Maríus Ziska (fyrir miðju) starfar nú með Svavari Knúti.
Maríus Ziska (fyrir miðju) starfar nú með Svavari Knúti. fréttablaðið/stefán
„Ég myndi segja að tónlistarsenan í Þórshöfn sé mjög lík þeirri reykvísku, bara í smærra sniði,“ segir færeyski tónlistarmaðurinn Marius Ziska. „Það búa kannski tíu sinnum fleiri í Reykjavík heldur en í Þórshöfn en það er sami fílingurinn. Allir þekkja alla og allir hafa unnið saman á einhverjum tímapunkti.“

Maríus er staddur hér á landi ásamt hljómsveit sinni til að leggja lokahönd á nýja plötuna sem kemur út í mars á næsta ári. „Platan er tilbúin en Addi 800 er að hljóðblanda hana núna,“ segir Marius, sem hóf Litla Íslandstúrinn með Svavari Knúti í gær í Keflavík. Kapparnir halda síðan til Hafnarfjarðar, Akureyrar og Akraness en þeir hafa tekið upp lagið Tokan saman. Lagið verður á hinni nýju plötu Maríusar.

Maríus er vonarstjarna í færeysku tónlistarsenunni en hann fór til dæmis í Evróputúr ásamt hinni þjóðkunnu Eivöru Pálsdóttur, sem syngur líka dúett með honum á nýju plötunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×