Körfubolti

Naumir sigrar hjá Keflavík og Snæfelli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/valli
Snæfell er komið með tólf stig í Dominos-deild karla í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur gegn nýliðum Fjölnis, 88-84, í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld.

Chris Woods skoraði 24 stig og tók 13 fráköst fyrir gestina úr Hólminum og Sigurður Þorvaldsson 23 stig, en nýr bandarískur leikmaður Fjölnis, Jonathan Mitchell, skoraði 19 stig fyrir heimamenn. Fjölnir er áfram á botni Dominos-deildarinnar með fjögur stig.

Keflavík er áfram í þriðja sætinu með fjórtán stig eftir sigur á Skallagrími í kvöld, en með Sköllunum spilaði Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson í fyrsta sinn eftir að hann samdi við liðið í gær.

Keflavík vann leikinn með þriggja stiga mun, 78-75, og skoraði nýr bandarískur liðsmaður heimamanna, Davon Usher, mest eða 25 stig auk þess sem hann tók níu fráköst.

Magnús Þór skoraði 14 stig fyrir Skallagrím og tók átta fráköst, en Tracy Smith var atkvæðamestur gestanna með 23 stig og 12 fráköst.

Keflavík-Skallagrímur 78-75 (21-25, 13-15, 30-17, 14-18)

Keflavík: Davon Usher 25/9 fráköst/5 stolnir, Guðmundur Jónsson 13/8 fráköst, Valur Orri Valsson 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 8, Davíð Páll Hermannsson 6/8 fráköst, Reggie Dupree 5, Arnar Freyr Jónsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/4 fráköst.

Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 23/12 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 14/8 fráköst, Davíð Ásgeirsson 11, Sigtryggur Arnar Björnsson 7/5 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Egill Egilsson 3/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 1.

Fjölnir-Snæfell 84-88 (19-16, 19-19, 21-24, 25-29)

Fjölnir: Jonathan Mitchell 19/4 fráköst, Sindri Már Kárason 16/9 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 14/5 fráköst, Ólafur Torfason 14, Arnþór Freyr Guðmundsson 11, Róbert Sigurðsson 6/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 2, Davíð Ingi Bustion 2/4 fráköst.

Snæfell: Christopher Woods 24/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 23, Austin Magnus Bracey 18, Sveinn Arnar Davíðsson 8/6 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/6 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 4, Snjólfur Björnsson 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×