Körfubolti

Botnliðið fær góðan liðsstyrk

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Emil Þór Jóhannsson.
Emil Þór Jóhannsson. mynd/fjölnir
Fjölnismenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni hlutann í Dominos-deild karla í körfubolta.

Emil Þór Jóhannson, sem spilaði með liðinu í 1. deildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði því upp í efstu deild, hefur ákveðið að spila með Fjölni út leiktíðina.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fjölnisliðsins, en Emil Þór skoraði tólf stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð þegar Fjölnismenn komust aftur í deild þeirra bestu.

Emil hefur áður spilað með Breiðabliki, KR og Snæfelli, en hann varð Íslandsmeistari með Snæfelli árið 2010.

Fyrsti leikur Emils verður einmitt gegn sínum gömlu félögum úr Hólminum þegar Fjölnismenn hefja leik á nýju ári á föstudagskvöldið.

Fjölnir er á botni Dominos-deildarinnar með fjögur stig eftir ellefu umferðir og á fyrir höndum mikla baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×