Körfubolti

Skallagrímur og Stjarnan í undanúrslit

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jarrid Frye skoraði 16 stig.
Jarrid Frye skoraði 16 stig. vísir/valli
Skallagrímur og Stjarnan komust í kvöld í undanúrslit Powerade-bikars karla í körfubolta.

Skallagrímur vann Fjölni í Borgarnesi, 89-86, í spennandi leik þar sem Trace Smith skoraði 30 stig fyrir heimamenn og Magnús Þór Gunnarsson skoraði 25 stig.

Magnús Þór var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði fjóra þrista úr sex tilraunum, en hann kom til liðsins frá Grindvík um áramótin.

Stjarnan var ekki í teljandi vandræðum með að leggja Hamar að velli, 101-83, í Hveragerði, en Justin Shouse var stigahæstur gestanna með 18 stig og Jarrid Frye bætti við 16 stigum.

Skallagrímur-Fjölnir 89-86 (24-22, 26-27, 15-21, 24-16)

Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 30/7 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 25, Páll Axel Vilbergsson 15, Sigtryggur Arnar Björnsson 7/6 stoðsendingar, Daði Berg Grétarsson 5, Davíð Ásgeirsson 4/4 fráköst, Trausti Eiríksson 3, Hilmir Hjálmarsson 0, Magnús Kristjánsson 0, Egill Egilsson 0, Atli Steinar Ingason 0, Atli Aðalsteinsson 0.

Fjölnir: Jonathan Mitchell 31/15 fráköst/3 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 18/4 fráköst/6 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 14/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sindri Már Kárason 10/4 fráköst, Valur Sigurðsson 8, Ólafur Torfason 3/5 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 2.

Hamar-Stjarnan 83-101 (21-27, 22-31, 16-23, 24-20)

Hamar: Julian Nelson 26/6 fráköst, Örn Sigurðarson 21/12 fráköst, Snorri Þorvaldsson 18/5 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 8/7 fráköst, Kristinn Ólafsson 4/10 fráköst, Stefán Halldórsson 2/5 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson 2, Páll Ingason 1, Bjartmar Halldórsson 1.

Stjarnan: Justin Shouse 18, Jarrid Frye 16/6 stoðsendingar/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 13/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 12, Dagur Kár Jónsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 8/8 fráköst, Helgi Rúnar Björnsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 5/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 4/6 fráköst, Elías Orri Gíslason 3, Brynjar Magnús Friðriksson 3/4 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×