Körfubolti

Stjörnumenn með tvo bandaríska leikmenn á móti Grindavík í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jarrid Frye er á leiðinni heim eins og Dustin Salisbery.
Jarrid Frye er á leiðinni heim eins og Dustin Salisbery. Vísir/Valli
Karlalið Stjörnunnar er þessa dagana að skipta um bandarískan leikmann fyrir lokasprettinn í Dominos-deild karla í körfubolta en í kvöld verða tveir bandarískir leikmenn með liðinu þegar Garðbæingar sækja Grindvíkinga heim í Röstina í Grindavík.

Jeremy Atkinson mun þarna spila sinn fyrsta leik með Stjörnunni en hann mun taka við stöðu Jarrid Frye sem er á förum frá félaginu. Atkinson er 24 ára og 193 sentímetra framherji sem spilaði með North Carolina-Asheville háskólanum.

Atkinson var með 17,8 stig, 7,1 frákast og 2,5 stoðsendingar að meðaltali með háskólaliði North Carolina-Asheville 2012-2013. Hann hefur síðan spilað í D-deildinni í Bandaríkjunum en Atkinson fékk ekki að spila áfram í skólanum eftir að hann gaf kost á sér í nýliðaval NBA þar sem hann var ekki valinn.

Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar og Jarrid Frye er með 18,5 stig, 9,1 frákast og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Frye er á sínu öðru tímabili í Garðabænum en liðið fór alla leið í oddaleik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar hann lék með liðinu í fyrra skiptið 2012-13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×