Körfubolti

Durant: Hefði betur haldið kjafti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kevin Durant kemur vanalega vel fram við alla.
Kevin Durant kemur vanalega vel fram við alla. vísir/epa
Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, sagðist í gær sjá eftir ummælum sem hann lét falla í garð blaðamanna um helgina.

Durant sat fyrir svörum í aðdraganda stjörnuleiksins og var spurður hvort hann efaðist um starfsöryggi þjálfara síns, Scotts Brooks.

„Þið vitið ekki neitt,“ sagði Durant og hélt mikinn reiðilestur yfir blaðamönnunum sem hann sagði að elskuðu leikmennina einn daginn en hötuðu þá næsta dag.

„Skoðum heildarmyndina. Ég hef verið í deildinni í átta ár og átt gott samstarf við fjölmiðla. Og nú sagði ég eitthvað sem mönnum líkaði ekki. Má ég einu sinni vera svekktur og reiður? Er ég ekki mannlegur? Teljið þið að ég geti ekkert rangt sagt?“ sagði Durant í löngu spjalli við fjölmiðla í gær.

Durant hefur lengi verið lofaður fyrir framkomu sína við fjölmiðla enda hógvær og góður maður sem talar sjaldan af sér.

„Ég sýndi bara smá veikleika. Allir hafa lent í því. Þið hafið átt svona stund líka en henni var ekki sjónvarpað eins og hjá mér. Ég var bara að reyna að verja liðsfélagana og þjálfarann minn. Kannski hefði ég betur haldið kjafti,“ sagði Kevin Durant.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×