Körfubolti

Anthony Mason í lífshættu

Mason í leik með Knicks gegn Indiana.
Mason í leik með Knicks gegn Indiana. vísir/afp
Einn mesti harðjaxlinn í sögu NBA-deildarinnar, Anthony Mason, liggur nú milli heims og helju.

Mason fékk hjartaáfall og hefur þurft að gangast undir fjórar aðgerðir í kjölfarið. Hjarta hans er sagt hafa skaðast og reyna læknar nú að bjarga lífi hans.

Mason er ekki nema 48 ára gamall. Hann er best þekktur fyrir tíma sinn hjá NY Knicks en þar lék hann í fimm ár. Hann var í liði Knicks sem fór alla leið í úrslit árið 1994.

Hann spilaði einnig með New Jersey Nets, Denver Nuggets, Charlotte Hornets, Miami Heat og Milwaukee Bucks á ferlinum. Mason var kosinn í stjörnulið deildarinnar árið 2001 og hann var sjötti maður ársins 1996.

Kappinn á tvo syni. Annar þeirra spilar sem atvinnumaður í Evrópu en hinn er á mála hjá Auburn-háskólanum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×