Körfubolti

Enn ein hnéaðgerðin hjá Rose

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Meiðslasaga Derrick Rose er með ólíkindum.
Meiðslasaga Derrick Rose er með ólíkindum. Vísir/AP
Bakvörðurinn Derrick Rose mun gangast undir sína þriðju hnéaðgerð síðan 2012 en hann er með rifinn innri liðþófa í hægra hné.

Rose kvartaði undan sársauka í hnénu í gær og leiddi myndataka þetta í ljós. Chicago Bulls tilkynnti svo  að hann þyrfti að fara í aðgerð og kemur í ljós eftir hana hversu lengi hann verður frá.

Rose hefur verið að mestum hluta frá síðustu tvö tímabilin vegna hnémeiðsa en Rose, sem var valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2011, hefur skorað 18,4 stig að meðaltali í leik á yfirstandandi tímabili.

Rose sleit krossband í vinstra hné vorið 2012 og missti af öllu næsta tímabili á eftir. Hann sneri aftur haustið 2013 en náði aðeins að spila tíu leiki áður en hlaut sömu meiðsli og nú - rifinn innri liðþófa - í leik gegn Portland. Hann spilaði ekki meira á því tímabili.

Óljóst er hvenær Rose meiddist nú en hann var kominn í flott form áður en hlé var gert á deildinni vegna stjörnuleiks NBA-deildarinnar. Rose er 26 ára gamall.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×