Handbolti

Aðalsteinn fékk þriggja ára samning

Aðalsteinn Reynir er hann var að stýra Eisenach.
Aðalsteinn Reynir er hann var að stýra Eisenach.
Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson þarf ekki að leita sér að vinna í sumar því þýska félagið Hüttenberg er búið að semja við hann til lengri tíma.

Aðalsteinn Reynir er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Hann var ráðinn í janúar og þá aðeins til loka leiktíðar.

Liðið er í næstneðsta sæti B-deildarinnar en á samt möguleika á því að bjarga sér frá falli. Forráðamenn liðsins eru samt greinilega hrifnir af hans starfi og treysta því að hann rífi liðið upp á komandi árum.

„Okkur fjölskyldunni líður vel hérna og ég hef trú á því að það sé hægt að byggja upp hér," sagði Aðalsteinn.

„Ég veit að staðan lítur ekkert allt of vel út núna en við munum berjast fyrir því að halda sæti okkar í deildinni."

Forráðamenn félagsins segja að það séu mikil batamerki á leik liðsins undir stjórn Aðalsteins og þeir hafa trú á því að hann muni standa sig jafnvel hjá þeim og hann gerði með Eisenach á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×