Sport

Dag­skráin í dag: Blikar geta komist á toppinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik er að eltast við Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu.
Breiðablik er að eltast við Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Visir/ Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á sex beinar útsendingar á þessum fína mánudegi.

Stöð 2 Sport

Besta-deildin á sviðið á Stöð 2 Sport í dag og klukkan 19:00 hefst bein útsending frá viðureign Breiðabliks og ÍA í efri hluta deildarinnar. Breiðablik er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og sigur kemur þeim í það minnsta tímabundið á toppinn.

Að leik loknum verða Ísey Tilþrifin svo á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19:05 hefst bein útsending frá viðureign Vals og Stjörnunnar í efri hluta Bestu-deildar karla. Valsmenn fara langleiðina með að tryggja Evrópusæti með sigri, en Stjarnan getur blandað sér af alvöru í baráttuna með því að krækja ú stigin þrjú.

Vodafone Sport

Boðið verður upp á bland í poka á Vodafone Sport þar sem við hefjum leik á viðureign Bayern München og TSG 1899 Hoffenheim í þýska kvennaboltanum klukkan 15:55.

Klukkan 18:55 er svo komið að viðureign Fleetwood Town og Morecambe í ensku D-deildinni áður en Phillies og Cubs eigast við í MLB-deildinni í hafnabolta klukkan 22:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×