Körfubolti

Fimmtíu ár síðan að Havlicek stal boltanum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Havlicek.
John Havlicek. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Boston Celtics og unnendur sögu NBA-körfuboltans minnast þess í dag að hálf öld sé liðin frá einu af frægustu atvikunum í sögu deildarinnar.

Það var á þessum degi árið 1965 sem John Havlicek stal boltanum fimm sekúndum fyrir leikslok og tryggði Boston Celtics sigur á móti Wilt Chamberlain og félögum í Philadelphia 76ers í sjöunda leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar.

Boston Celtics var 110-109 yfir í leiknum en Philadelphia 76ers átti innkast undir körfu Boston eftir að Bill Russell hafði tapað boltanum. John Havlicek komst inn í sendingu Hal Greer og Johnny Most lýsti þessu á ógleymanlegan hátt.

„Greer is putting the ball in play. He gets it out deep and Havlicek steals it! Over to Sam Jones! Havlicek stole the ball! It's all over...It's all over! Johnny Havlicek is being mobbed by the fans! It's all over! Johnny Havlicek stole the ball!," öskraði Johnny Most í útsendingunni eða upp á íslenska tungu.

„Greer er að búa sig undir að senda boltann inn á völlinn. Hann reynir langa sendinug og Havlicek stelur boltanum og kemur honum á Sam Jones! Havlicek stal boltanum! Þetta er búið! Þetta er búið! Stuðningsmennirnir hópast að Johnny Havlicek! Þetta er búið! Johnny  Havlicek stal boltanum!"

John Havlicek spilaði alla tíð með liði Boston Celtics, eða frá 1962 til 1978. Hann varð átta sinnum NBA-meistari með liðinu (1963–1966, 1968–1969, 1974, 1976) og var kosinn besti leikmaður úrslitanna 1974,

Hér fyrir neðan má sjá stutta og skemmtilega heimildamynd um þennan frægasta stuld í sögu NBA-deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×